Blæs til stofnfundar Miðflokksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 18:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vonast til þess að sjá sem flesta á stofnfundi Miðflokksins á morgun. Visir/Auðunn Níelsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, blæs til formlegs stofnfundar Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16.00 á morgun. „Já, ég held að margt af þessu væri til þess fallið að vekja athygli skulum við segja,“ segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður hvort hann sé með einhver „tromp upp í erminni.“ Sigmundur verður sá eini sem tekur til máls á stofnfundinum. „Ég mun tala um stöðuna í pólitíkinni, stofnun flokksins, hvað hafi verið að gerast í því og hvers sé að vænta og svo mun ég tala um stefnuna hjá okkur núna fyrir kosningar. Ég mun að vísu ekki fara nákvæmlega í útfærsluna því við verðum með sérstakan fund til þess að kynna kosningastefnuskrána en ég mun ræða um viðfangsefnin og hvernig við ætlum að nálgast þau.“ Sigmundur segir að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málafni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins, bygging nýs spítala og þá segist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“ Á fundinum getur fólk skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins en Sigmundur segir að það sé þó engin skylda, öllum sé frjálst að koma til að hlusta á ræðuna. Sigmundur segir að það gangi vel að raða á framboðslista. „Uppstillingarnefndin er búin að vera að vinna að því að raða fólki á lista og það er tilhlökkunarefni að kynna það.“ „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg kosningabarátta það sem af er. Það er dálítið margt að gerast samtímis þegar menn eru að setja saman nýjan flokk á nokkrum dögum. Nú er maður farinn að hafa yfirsýn yfir þetta og mér finnst þetta allt vera að smella saman þannig að mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Sigmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, blæs til formlegs stofnfundar Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16.00 á morgun. „Já, ég held að margt af þessu væri til þess fallið að vekja athygli skulum við segja,“ segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður hvort hann sé með einhver „tromp upp í erminni.“ Sigmundur verður sá eini sem tekur til máls á stofnfundinum. „Ég mun tala um stöðuna í pólitíkinni, stofnun flokksins, hvað hafi verið að gerast í því og hvers sé að vænta og svo mun ég tala um stefnuna hjá okkur núna fyrir kosningar. Ég mun að vísu ekki fara nákvæmlega í útfærsluna því við verðum með sérstakan fund til þess að kynna kosningastefnuskrána en ég mun ræða um viðfangsefnin og hvernig við ætlum að nálgast þau.“ Sigmundur segir að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málafni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins, bygging nýs spítala og þá segist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“ Á fundinum getur fólk skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins en Sigmundur segir að það sé þó engin skylda, öllum sé frjálst að koma til að hlusta á ræðuna. Sigmundur segir að það gangi vel að raða á framboðslista. „Uppstillingarnefndin er búin að vera að vinna að því að raða fólki á lista og það er tilhlökkunarefni að kynna það.“ „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg kosningabarátta það sem af er. Það er dálítið margt að gerast samtímis þegar menn eru að setja saman nýjan flokk á nokkrum dögum. Nú er maður farinn að hafa yfirsýn yfir þetta og mér finnst þetta allt vera að smella saman þannig að mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00
Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15