Hvetja til útstrikana á Ásmundi Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 22:38 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. #égkýs #kosningar pic.twitter.com/YKKtoC1jvJ— Áslaug Arna (@aslaugarna) October 14, 2017 Ásmundur Friðriksson er í Suðurkjördæmi en, Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingmanninn hafa gefið kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann.Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann. Ásmundur.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 14, 2017 Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir í Twitter-síðu sinni að þó einhver styðji tiltekinn flokk þá leggi hann ekki blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu. Hann hvetur allt frjálslynt fólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Ásmund út.Þótt maður styðji tiltekinn flokk er maður ekki að leggja blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 14, 2017 Rafn Steingrímsson, sem hefur verið virkur í starfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gaf kost á sér á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2013, segir grein Ásmundar vera algjöra þvælu og ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem hann þekkir.Greinin hans Ásmundar Friðrikssonar er algjör þvæla. Skoðanir hans eru ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem ég þekki.— Rafn Steingrímsson (@rafnsteingrims) October 14, 2017 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir grein Ásmundar byggða á engu og einungis til þess fallna að reyna að stilla örvæntingarfullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífsgæðum hluta landsmanna.Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði á Twitter þessa grein Ásmundar gjörsamlega óafsakanlega og það væri ömurlegt af Sjálfstæðisflokknum að róa á þessi mið.Sjálfstæðisflokkurinn er djók að styðja helrasíska orðræðu Ásmundar F. Ekki í lagi. Hvernig getið þið leyft ykkur þetta ár eftir ár? — Logi Pedro (@logipedro101) October 14, 2017 Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. #égkýs #kosningar pic.twitter.com/YKKtoC1jvJ— Áslaug Arna (@aslaugarna) October 14, 2017 Ásmundur Friðriksson er í Suðurkjördæmi en, Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingmanninn hafa gefið kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann.Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann. Ásmundur.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 14, 2017 Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir í Twitter-síðu sinni að þó einhver styðji tiltekinn flokk þá leggi hann ekki blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu. Hann hvetur allt frjálslynt fólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Ásmund út.Þótt maður styðji tiltekinn flokk er maður ekki að leggja blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 14, 2017 Rafn Steingrímsson, sem hefur verið virkur í starfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gaf kost á sér á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2013, segir grein Ásmundar vera algjöra þvælu og ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem hann þekkir.Greinin hans Ásmundar Friðrikssonar er algjör þvæla. Skoðanir hans eru ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem ég þekki.— Rafn Steingrímsson (@rafnsteingrims) October 14, 2017 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir grein Ásmundar byggða á engu og einungis til þess fallna að reyna að stilla örvæntingarfullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífsgæðum hluta landsmanna.Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði á Twitter þessa grein Ásmundar gjörsamlega óafsakanlega og það væri ömurlegt af Sjálfstæðisflokknum að róa á þessi mið.Sjálfstæðisflokkurinn er djók að styðja helrasíska orðræðu Ásmundar F. Ekki í lagi. Hvernig getið þið leyft ykkur þetta ár eftir ár? — Logi Pedro (@logipedro101) October 14, 2017
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30