Framlengingin: Haukar geta barist um titilinn en ÍR á ekki möguleika á heimavallarétti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. október 2017 22:00 Önnur framlenging vetrarins í Domino's Körfuboltakvöldi fór fram í gærkvöld. Sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar voru að þessu sinni þeir Kristinn Geir Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson. Þeir ræddu meðal annars áhrif Kára Jónssonar á Haukaliðið, gæði hóps Tindastólsmanna og hvort ÍR-ingar gætu barist um heimavallarétt. „Ef að spurningin er „Verða Haukar Íslandsmeistari?“ Svarið mitt er nei, en hins vegar, eftir það sem ég sagði hérna áðan að deildin er miklu jafnari. Það eru fleiri lið sem að eru ekki eins góð eins og undanfarin ár, þá segi ég já, þeir eru contenders,“ sagði Jón Halldór.Kári snéri aftur heim til Hafnarfjarðar í gær eftir að hafa verið í bandaríska háskólaboltanum. Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, sagði eftir sigurinn á Hetti að liðið ætlaði sér að berjast um heimavallarétt í úrslitakeppninni. „Aldrei. Ekki að ræða það. Gleymdu hugmyndinni. Takk fyrir mig, túkall. Nú bara vitna ég í alla frasana frá Svala og Fannari,“ sagði Kristinn Geir. „Það eru tveir leikir búnir af tímabilinu og þeir eru að tala um þetta rug. Hættið þessu rugli uppi í Breiðholti.“ „Ég ætla að tvista smá orðatiltæki. Þetta er of sátt bráðlát sem að Matti var með,“ sagði Jón Halldór og tók undir með Kristni. Kjartan Atli varpaði fram spurningu um hvort Tindastóll væri einfaldlega með of marga góða leikmenn og voru strákarnir hreint ekki sammála um það. „Já, það er bara svoleiðis,“ sagði Jón Halldór einfaldlega. „Þeir eru með tvo leikstjórnendur og það gengur aldrei.“ „Hættu þessu rugli. Er hægt að vera með of gott lið til þess að vera gott? Hvað ertu að tala um?“ mótmælti Kristinn þá harðlega. „Þú ert með tólf frábæra leikmenn og púslar þeim rétt saman þá ertu kominn með geggjað lið.“ Þeir völdu Grindavík sem besta lið Suðurnesjanna og telja að Jesse Pellot-Rosa hjá Þór Þorlákshöfn verði sendur heim á næstu dögum. Framlenginguna í heildina má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00 Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Önnur framlenging vetrarins í Domino's Körfuboltakvöldi fór fram í gærkvöld. Sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar voru að þessu sinni þeir Kristinn Geir Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson. Þeir ræddu meðal annars áhrif Kára Jónssonar á Haukaliðið, gæði hóps Tindastólsmanna og hvort ÍR-ingar gætu barist um heimavallarétt. „Ef að spurningin er „Verða Haukar Íslandsmeistari?“ Svarið mitt er nei, en hins vegar, eftir það sem ég sagði hérna áðan að deildin er miklu jafnari. Það eru fleiri lið sem að eru ekki eins góð eins og undanfarin ár, þá segi ég já, þeir eru contenders,“ sagði Jón Halldór.Kári snéri aftur heim til Hafnarfjarðar í gær eftir að hafa verið í bandaríska háskólaboltanum. Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR, sagði eftir sigurinn á Hetti að liðið ætlaði sér að berjast um heimavallarétt í úrslitakeppninni. „Aldrei. Ekki að ræða það. Gleymdu hugmyndinni. Takk fyrir mig, túkall. Nú bara vitna ég í alla frasana frá Svala og Fannari,“ sagði Kristinn Geir. „Það eru tveir leikir búnir af tímabilinu og þeir eru að tala um þetta rug. Hættið þessu rugli uppi í Breiðholti.“ „Ég ætla að tvista smá orðatiltæki. Þetta er of sátt bráðlát sem að Matti var með,“ sagði Jón Halldór og tók undir með Kristni. Kjartan Atli varpaði fram spurningu um hvort Tindastóll væri einfaldlega með of marga góða leikmenn og voru strákarnir hreint ekki sammála um það. „Já, það er bara svoleiðis,“ sagði Jón Halldór einfaldlega. „Þeir eru með tvo leikstjórnendur og það gengur aldrei.“ „Hættu þessu rugli. Er hægt að vera með of gott lið til þess að vera gott? Hvað ertu að tala um?“ mótmælti Kristinn þá harðlega. „Þú ert með tólf frábæra leikmenn og púslar þeim rétt saman þá ertu kominn með geggjað lið.“ Þeir völdu Grindavík sem besta lið Suðurnesjanna og telja að Jesse Pellot-Rosa hjá Þór Þorlákshöfn verði sendur heim á næstu dögum. Framlenginguna í heildina má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00 Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00
Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30