Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2017 08:15 Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. Vísir „Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri. Forseti Íslands Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Sjá meira
„Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri.
Forseti Íslands Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Sjá meira