Framleiðslu Golf hætt í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 14:18 Volkswagen Golf hefur verið ein mest selda bílgerð heims í langan tíma. Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent
Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent