Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2017 21:31 Frá Hofi í Öræfum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús til að mæta húsnæðisskorti. Fjallað var um Öræfin í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, það er búið að deiliskipuleggja þar átján íbúða hverfi við skólann. Vonandi fer bara að hefjast þar uppbygging á húsum,” segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.” Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun. „Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur. Magnhildur Björk Gísladóttir, skólastjóri leik- og grunnskólans að Hofgarði í Öræfum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn Björn Ingi sér bjarta tíma framundan í Öræfum. Þó að menn tali um að það hægist eitthvað á fjölgun ferðamanna á milli ára sé þetta það mikið að sveitarfélagið verði að eflast til að vera betur í stakk búið til að þjónusta og sinna þeim. Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum. „Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.Séð heim að Hofgarði. Lóðir undir átján íbúðir hafa verið skipulagðar fyrir ofan skólann.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um Öræfasveit í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hornafjörður Um land allt Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús til að mæta húsnæðisskorti. Fjallað var um Öræfin í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan í sveitunum sunnan Vatnajökuls blómstrar sem aldrei fyrr. Nýir gististaðir og afþreyingarfyrirtæki kalla eftir sífellt fleira starfsfólki og það þarf einhversstaðar að búa. Að Hofi í Öræfum, við grunnskólann að Hofgarði, er búið að skipuleggja þrjár íbúðagötur.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Já, það er búið að deiliskipuleggja þar átján íbúða hverfi við skólann. Vonandi fer bara að hefjast þar uppbygging á húsum,” segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Sveitarfélagið þarf til dæmis sjálft að byggja þar tvær til þrjár íbúðir bara fyrir starfsfólk grunnskólans. Og við þurfum að huga að því að það sé klárt strax á næsta ári.” Nýr skólastjóri Öræfinga, Magnhildur Björk Gísladóttir, kynntist húsnæðisskortinum af eigin raun. „Þegar ég réði mig hingað í vor þá var ekkert útséð um hvar ég byggi. En Öræfingar eru greiðvikið fólk og hafa getað séð til þess að ég hafi getað búið einhversstaðar,” segir Magnhildur. Magnhildur Björk Gísladóttir, skólastjóri leik- og grunnskólans að Hofgarði í Öræfum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn Björn Ingi sér bjarta tíma framundan í Öræfum. Þó að menn tali um að það hægist eitthvað á fjölgun ferðamanna á milli ára sé þetta það mikið að sveitarfélagið verði að eflast til að vera betur í stakk búið til að þjónusta og sinna þeim. Kirkjubæjarklaustur er næsti þéttbýliskjarni í vestri og Hornafjörður í austri og er um 200 kílómetra vegalengd þar á milli. Nú eru horfur á að nýtt þéttbýli gæti myndast þar á milli, að Hofi í Öræfum. „Já, þegar verða komnar þarna tvær þrjár götur með um átján húsum þá er þetta bara orðinn þéttbýliskjarni,” segir Björn Ingi.Séð heim að Hofgarði. Lóðir undir átján íbúðir hafa verið skipulagðar fyrir ofan skólann.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fjallað verður um Öræfasveit í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Hornafjörður Um land allt Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira