1.000 bíla vistvæni múrinn rofinn Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2017 16:26 Volkswagen e-Golf rafmagnsbílar. Bílaumboðið Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar það rauf 1.000 bíla múrinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu. Það sem af er árs hafa selst 381 Mitsubishi Outlander PHEV hjá Heklu. Þetta þýðir að rúmlega einn af hverjum fimm vistvænu bílum sem seldust á árinu er Outlander PHEV og hann er langvinsælasti vistvæni bílinn á Íslandi annað árið í röð. Þar á eftir kemur Volkswagen Golf en Hekla hefur selt 208 vistvæna Golf á árinu. Ellefu mismunandi tegundir frá Heklu seldust af vistvænum bílum sem enn sannar yfirburði sína sem það bílaumboð sem býður ekki bara upp á vinsælustu tegundirnar heldur einnig upp á flestar tegundir vistvænna bíla. Óhætt er að segja að Hekla sé leiðandi í innleiðingu á sjálfbærri orkunýtingu bílaflotans á Íslandi. „Við erum mjög stolt af góðu gengi í sölu vistvænna bíla. Við leggjum mikinn metnað í þennan vöruflokk og raf-, metan- og tengiltvinnbílar fást í meira úrvali hjá Heklu en nokkru öðru umboði,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það er frábært að hafa selt þúsund vistvæna bíla á árinu og við stefnum á að gera enn betur á næsta ári.“Mitsubishi Outlander PHEV. Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent
Bílaumboðið Hekla náði nú á dögunum skemmtilegum tímamótum þegar það rauf 1.000 bíla múrinn en aldrei fyrr hafa jafn margir vistvænir bílar frá Heklu selst á jafn skömmum tíma. Hekla er sem fyrr í fararbroddi á þessu sviði en 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa á árinu koma frá Heklu. Það sem af er árs hafa selst 381 Mitsubishi Outlander PHEV hjá Heklu. Þetta þýðir að rúmlega einn af hverjum fimm vistvænu bílum sem seldust á árinu er Outlander PHEV og hann er langvinsælasti vistvæni bílinn á Íslandi annað árið í röð. Þar á eftir kemur Volkswagen Golf en Hekla hefur selt 208 vistvæna Golf á árinu. Ellefu mismunandi tegundir frá Heklu seldust af vistvænum bílum sem enn sannar yfirburði sína sem það bílaumboð sem býður ekki bara upp á vinsælustu tegundirnar heldur einnig upp á flestar tegundir vistvænna bíla. Óhætt er að segja að Hekla sé leiðandi í innleiðingu á sjálfbærri orkunýtingu bílaflotans á Íslandi. „Við erum mjög stolt af góðu gengi í sölu vistvænna bíla. Við leggjum mikinn metnað í þennan vöruflokk og raf-, metan- og tengiltvinnbílar fást í meira úrvali hjá Heklu en nokkru öðru umboði,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það er frábært að hafa selt þúsund vistvæna bíla á árinu og við stefnum á að gera enn betur á næsta ári.“Mitsubishi Outlander PHEV.
Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent