„Ég bara skil ekki neitt hvað er í gangi.“ Þetta sagði Tryggvi í GameTíví þegar hann og Óli voru að berjast í leiknum WWE 2K18. Fjölbragðaglíma er ein gífurlega vinsæl íþrótt í Bandaríkjunum en hún hefur ekki náð mikið út fyrir Bandaríkin. Það hafa tölvuleikur um íþróttina hins vegar gert.
Slagur Tryggva og Óla fer líklegast í sögubækurnar, þrátt fyrir að hvorugur vissti almennilega hvað hann væri að gera.