5 flottustu trendin fyrir herrana í vetur Ritstjórni skrifar 22. október 2017 08:30 Glamour/Getty Þá er kominn tími til að kíkja á herratískuna í vetur en að venju er margt og mikið að gerast í tískuheiminum þegar kemur að körlunum. Glamour ákvað því að taka saman fimm topp trend fyrir herra sem vert er að skoða betur. 1. UllarfrakkiYfirhafnir eru alltaf nauðsynlegar yfir vetrartímann og engin undantekning núna. Nú er herrafrakkinn að koma sterkur inn, millisíður, víður eða klæðskerasniðinn. Það er um að gera að nota frakkann yfir hettupeysuna og íþróttabuxurnar - enda fátt meira í tísku núna en að blanda saman hversdagsfatnaði við fínan. 2. PrjónapeysurHér er trend sem við getum öll verið sammála um að passi inn í íslenskan vetur. Prjónapeysur eiga alltaf við - yfir skyrtur, undir jakkafötin og við gallabuxurnar. Jarðlitirnir eru að koma sterkir inn svo það er gott að hafa það í huga. 3. Beinar gallabuxurJá, nú fagna eflaust einhverjir en samkvæmt tískuspekingum fara buxnaskálmarnar nú víkkandi fyrir herrana. Beinar skálmar skulu það vera í ár og ekki skemmir fyrir að vera með örlítið uppábrot. 4. Hettupeysur við alltHettupeysurnar eru komnar til að vera. Hversdagsflík sem passar við hvað sem er og þægileg í þokkabót. Verslanir landsins eru fullar af allskonar útgáfur af þessi flík svo það er um að gera að fjárfesta í einni góðri fyrir veturinn. 5. Reimaðir skórNú er kominn tími til að huga að skóbúnaði vetrarins sem heldur veðri og vindi. Skótíska og buxnatíska haldast yfirleitt í hendur og nú þegar beinar ökklasíðar skálmar er flott að para því saman við reimaða leðurskó sem ná upp á ökklann Mest lesið All Saints koma saman á ný Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Hverjar eru þínar snyrtivenjur? Glamour Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour Ferðaðist til Íslands í síðkjól yfir æfingabol Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Madonna táraðist er hún talaði um nauðgun og kynjamisrétti Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour
Þá er kominn tími til að kíkja á herratískuna í vetur en að venju er margt og mikið að gerast í tískuheiminum þegar kemur að körlunum. Glamour ákvað því að taka saman fimm topp trend fyrir herra sem vert er að skoða betur. 1. UllarfrakkiYfirhafnir eru alltaf nauðsynlegar yfir vetrartímann og engin undantekning núna. Nú er herrafrakkinn að koma sterkur inn, millisíður, víður eða klæðskerasniðinn. Það er um að gera að nota frakkann yfir hettupeysuna og íþróttabuxurnar - enda fátt meira í tísku núna en að blanda saman hversdagsfatnaði við fínan. 2. PrjónapeysurHér er trend sem við getum öll verið sammála um að passi inn í íslenskan vetur. Prjónapeysur eiga alltaf við - yfir skyrtur, undir jakkafötin og við gallabuxurnar. Jarðlitirnir eru að koma sterkir inn svo það er gott að hafa það í huga. 3. Beinar gallabuxurJá, nú fagna eflaust einhverjir en samkvæmt tískuspekingum fara buxnaskálmarnar nú víkkandi fyrir herrana. Beinar skálmar skulu það vera í ár og ekki skemmir fyrir að vera með örlítið uppábrot. 4. Hettupeysur við alltHettupeysurnar eru komnar til að vera. Hversdagsflík sem passar við hvað sem er og þægileg í þokkabót. Verslanir landsins eru fullar af allskonar útgáfur af þessi flík svo það er um að gera að fjárfesta í einni góðri fyrir veturinn. 5. Reimaðir skórNú er kominn tími til að huga að skóbúnaði vetrarins sem heldur veðri og vindi. Skótíska og buxnatíska haldast yfirleitt í hendur og nú þegar beinar ökklasíðar skálmar er flott að para því saman við reimaða leðurskó sem ná upp á ökklann
Mest lesið All Saints koma saman á ný Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Hverjar eru þínar snyrtivenjur? Glamour Tíu vinsælustu vörurnar í tískuheiminum í dag Glamour Ferðaðist til Íslands í síðkjól yfir æfingabol Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Madonna táraðist er hún talaði um nauðgun og kynjamisrétti Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour