John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 10:34 John Snorri er fyrsti Íslendingurinn til að komast á topp K2. Kári Schram John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. Fjallagarpurinn ræddi um leiðina upp á K2 í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann verður aðalfyrirlesari á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands klukkan 20 í kvöld í Háskólabíói. „Ég hef ekki farið á öll fjöll í heimi en það er sagt að það sé eitt erfiðasta fjall í heimi til að eiga við – bæði svo mikið af snjóflóðum, veðurfarslega erfitt og svo er þetta klifurfjall, það er það er mikið klifur og hvergi sléttur flötur,“ sagði John Snorri og lýsti því meðal annars hvernig gist var á klettasyllum en oft reyndist erfitt að koma tjöldunum fyrir. Aðspurður hvort hann hefði aldrei orðið smeykur eða komist í hann krappann sagði John Snorri að hann hefði mjög oft komist í hann krappann á K2. „Í fimm skipti þurftum við að koma okkur frá snjóflóði, við vorum að koma niður og þurftum að koma okkur undan. Í eitt skipti lendi ég í snjóflóði og svo er grjóthrun í kringum okkur. Þá var læknir frá Singapúr sem kom með okkur upp í búðir tvö en á leiðinni upp í búðirnar verður grjóthrun fyrir aftan hann. Hefði hann verði 2 til 3 mínútum seinna þá hefði hann lent undir grjóthruninu. Þetta tók á hann og hann sneri við í búðum tvö.“Skilaboðin frá Íslendingum hlýjuðu í kuldanum John Snorri að honum hefði fundist hann öruggur þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst ég skilja fjallið mjög vel og mér fannst ég mjög öruggur þó að aðstæðurnar væru svona. Hugurinn var allan tímann mjög rólegur; alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur. Ég held að það hjálpi mjög mikið og vera með jákvæðar hugsanir,“ sagði John Snorri. Þá hlýjuðu allar kveðjurnar frá Íslendingum mjög uppi á fjallinu. „Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá Íslendingum, baráttukveðjur og styrktarkveðjur. Maður er svo mikið einn á fjallinu, þó maður sé í hóp þá er maður einn og þetta hjálpaði. Ég fann að ég hitnaði að innan við allar þesar kveðjur og leið vel.“ Spjallið í Bítinu við John Snorra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en með honum var Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, sem einnig gengur mikið á fjöll og mun segja frá ferðum sínum ásamt Tómasi Guðbjartssyni, lækni, á háfjallakvöldinu í kvöld. Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. Fjallagarpurinn ræddi um leiðina upp á K2 í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann verður aðalfyrirlesari á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands klukkan 20 í kvöld í Háskólabíói. „Ég hef ekki farið á öll fjöll í heimi en það er sagt að það sé eitt erfiðasta fjall í heimi til að eiga við – bæði svo mikið af snjóflóðum, veðurfarslega erfitt og svo er þetta klifurfjall, það er það er mikið klifur og hvergi sléttur flötur,“ sagði John Snorri og lýsti því meðal annars hvernig gist var á klettasyllum en oft reyndist erfitt að koma tjöldunum fyrir. Aðspurður hvort hann hefði aldrei orðið smeykur eða komist í hann krappann sagði John Snorri að hann hefði mjög oft komist í hann krappann á K2. „Í fimm skipti þurftum við að koma okkur frá snjóflóði, við vorum að koma niður og þurftum að koma okkur undan. Í eitt skipti lendi ég í snjóflóði og svo er grjóthrun í kringum okkur. Þá var læknir frá Singapúr sem kom með okkur upp í búðir tvö en á leiðinni upp í búðirnar verður grjóthrun fyrir aftan hann. Hefði hann verði 2 til 3 mínútum seinna þá hefði hann lent undir grjóthruninu. Þetta tók á hann og hann sneri við í búðum tvö.“Skilaboðin frá Íslendingum hlýjuðu í kuldanum John Snorri að honum hefði fundist hann öruggur þrátt fyrir aðstæður. „Mér fannst ég skilja fjallið mjög vel og mér fannst ég mjög öruggur þó að aðstæðurnar væru svona. Hugurinn var allan tímann mjög rólegur; alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur. Ég held að það hjálpi mjög mikið og vera með jákvæðar hugsanir,“ sagði John Snorri. Þá hlýjuðu allar kveðjurnar frá Íslendingum mjög uppi á fjallinu. „Ég fékk svo mikið af skilaboðum frá Íslendingum, baráttukveðjur og styrktarkveðjur. Maður er svo mikið einn á fjallinu, þó maður sé í hóp þá er maður einn og þetta hjálpaði. Ég fann að ég hitnaði að innan við allar þesar kveðjur og leið vel.“ Spjallið í Bítinu við John Snorra má heyra í spilaranum hér fyrir neðan en með honum var Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, sem einnig gengur mikið á fjöll og mun segja frá ferðum sínum ásamt Tómasi Guðbjartssyni, lækni, á háfjallakvöldinu í kvöld.
Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39 John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. 28. júlí 2017 11:39
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38
Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferðalagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. 29. júlí 2017 06:00