Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2017 19:15 Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31