Hvað er eiginlega að? Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Það er búið að kjósa. Við kusum vegna þess að upp kom alvarleg krafa um breytingar. Krafa um tafarlaust lát á einhverju ástandi og jafnvel krafa um eitthvað alveg nýtt. En svo liðu sex vikur og á þessum sex vikum virðast þessar kröfur hafa seytlað út um heilann á þjóðinni. Kynjahalli á þingi hefur ekki verið meiri í tíu ár. Við kusum konur burt í hrönnum. Nei, takk! Sama og þegið, kellingar, farið með ykkar málefni eitthvert annað, glumdi í þjóðarsálinni þegar atkvæði voru talin á kosninganótt. Við völdum okkur karla í staðinn. Fleiri karla. Og ekki bara fleiri karla, heldur sömu karlana. Og það virðist ekki skipta okkur máli þótt þeir séu kannski rasistar eða beri ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir konum. Velkomnir og velkomnir aftur! Meðalaldur þingmanna hækkaði um sex ár. Við settum hagsmunagæsluna í hendur aldinna og íhaldssamra. Miðaldra karlar hafa enn einu sinni betur gegn ungum konum. Af hverju gleymum við? Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur? Af hverju brýtur fólkið, sem náði vissulega meirihluta á þingi og talar hæst allra fyrir mótvægi við ríkjandi vængnum, ekki odd af oflæti sínu og myndar bara stjórn? Af hverju er aldrei hægt að knýja fram breytingar? Af hverju blikkum við augunum og sömu, gömlu karlarnir halda enn og aftur á lyklunum og þeir hjakkast á skránni og dyrnar galopnast og þeim eru allir vegir færir? Hvað er eiginlega að? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Það er búið að kjósa. Við kusum vegna þess að upp kom alvarleg krafa um breytingar. Krafa um tafarlaust lát á einhverju ástandi og jafnvel krafa um eitthvað alveg nýtt. En svo liðu sex vikur og á þessum sex vikum virðast þessar kröfur hafa seytlað út um heilann á þjóðinni. Kynjahalli á þingi hefur ekki verið meiri í tíu ár. Við kusum konur burt í hrönnum. Nei, takk! Sama og þegið, kellingar, farið með ykkar málefni eitthvert annað, glumdi í þjóðarsálinni þegar atkvæði voru talin á kosninganótt. Við völdum okkur karla í staðinn. Fleiri karla. Og ekki bara fleiri karla, heldur sömu karlana. Og það virðist ekki skipta okkur máli þótt þeir séu kannski rasistar eða beri ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir konum. Velkomnir og velkomnir aftur! Meðalaldur þingmanna hækkaði um sex ár. Við settum hagsmunagæsluna í hendur aldinna og íhaldssamra. Miðaldra karlar hafa enn einu sinni betur gegn ungum konum. Af hverju gleymum við? Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur? Af hverju brýtur fólkið, sem náði vissulega meirihluta á þingi og talar hæst allra fyrir mótvægi við ríkjandi vængnum, ekki odd af oflæti sínu og myndar bara stjórn? Af hverju er aldrei hægt að knýja fram breytingar? Af hverju blikkum við augunum og sömu, gömlu karlarnir halda enn og aftur á lyklunum og þeir hjakkast á skránni og dyrnar galopnast og þeim eru allir vegir færir? Hvað er eiginlega að?