Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 17:36 Katrín ræddi við fjölmiðla eftir fundinn með forsetanum. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52
Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45