Yfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi í bíl sínum eftir að hann keyrði útaf. Kelley flúði af vettvangi árásarinnar þegar almennur borgari skaut að honum. Borgarinn og annar maður eltu hann svo á bíl.
Samkvæmt frétt BBC mun Kelley hafa hringt í föður sinn eftir að hann keyrði út af og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.
Starfsmaður Almannavarna Texas sagði blaðamönnum í dag að hann deilur hefðu staðið yfir innan fjölskyldu Kelley. Vitað er að tengdamóðir hans, sem Kelley hafði nýverið rifst við sótti kirkjuna sem hann réðst á reglulega.
Texas DPS official: "There was domestic situation going on within this family." https://t.co/1bNyx7yOoR
— NBC News (@NBCNews) November 6, 2017