Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 08:49 Frá fundi formannanna í Syðra-Lanholti á föstudag. Vísir/Ernir Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23
Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03