Um er að ræða yfirhafnamerki sem kanadísku systurnar Mosha Lundström-Halbert og Sophie Lundström er með en þær eiga rætur að rekja til Íslands og því við hæfi að kynna merkið fyrir smekklegum Íslendingum. Yfirhafnirnar eru guðdómlegar og smellpassa við íslenskt veðurfar.
Gestir nutu veglegra veitinga í mat og drykk ásamt því að máta yfirhafnirnar undir ljúfum tónum frá plötusnúðinum Dóru Júlíu.
Eins og sjá má á myndunum frá ljósmyndaranum Anítu Eldjárn var mikið stuð. Neðst í fréttinni má finna myndaalbúm með fleiri myndum.







