Stjórnmálamenn sýni meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 4. nóvember 2017 20:11 Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“ Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“
Kjaramál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira