Ólafsdalur verður einn fjölsóttasti staðurinn við Breiðafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2017 14:27 Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Formaður Ólafsdalsfélagsins kveðst sannfærður um að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir stofnuðu í Ólafsdal árið 1880 og ráku til ársins 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita. Gamla skólahúsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf.Skólahúsið sem enn stendur í Ólafsdal var reist árið 1896.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það var ekki eina húsið því Ólafsdalur var líkari litlu þorpi, sem nú stendur til að endurreisa. Á veggjum í skólahúsinu sýna gamlar ljósmyndir hvernig staðurinn var fyrir rúmri öld og utanhúss má enn sjá útveggi af fjósi, mjólkurhúsi og fleiri byggingum. Þarna voru einnig smiðja, tóvinnuhús, fyrsta skólahúsið og hjallur ásamt fleiri útihúsum. „Þegar allt er talið þá voru svona 13-14 byggingar í Ólafsdal,” segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Þrjúhundruð manna áhugahópur um verndun menningarminjanna stendur að Ólafsdalsfélaginu en það hefur nú samið við Minjavernd um verkefnið. „Minjavernd mun núna byggja upp öll húsin sem hér eru á næstu 3-4 árum. Og þeir hyggjast leggja í þetta allt að hálfan milljarð, gæti ég trúað, að byggja upp Ólafsdalinn.”Ólafsdalur er við Gilsfjörð, sem gengur inn úr norðanverðum Breiðafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Rögnvaldur segir verkefnið afar spennandi enda verði þetta með stærri fjárfestingum í Dölum. Hér verði lifandi safn og gististaður, sem hafa muni jákvæð áhrif á sveitirnar í kring. „Þegar þetta verður allt risið mun þetta skaffa töluvert mörg störf. Ég gæti vel trúað að þetta yrðu tíu til fimmtán störf. Þannig að þetta mun hafa töluverð áhrif. Og ég er sannfærður um það, þegar þetta verður allt gengið í gegn, að þá mun Ólafsdalur verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð,” segir formaður Ólafsdalsfélagsins. Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld verður farið um söguslóðir Dalasýslu í fylgd Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra, sem sér tækifæri til að treysta byggðina með því að búa til „gullna söguhringinn”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira
Endurreisn fyrsta búnaðarskóla landsins er að hefjast í Ólafsdal við Gilsfjörð. Formaður Ólafsdalsfélagsins kveðst sannfærður um að þar verði einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð þegar uppbyggingu lýkur. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Búnaðarskólinn sem hjónin Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir stofnuðu í Ólafsdal árið 1880 og ráku til ársins 1907 er talinn hafa markað upphaf búháttabyltingar til sveita. Gamla skólahúsið þótti með veglegustu byggingum landsins, og stendur enn í dag uppi sem minnisvarði um þetta merka brautryðjendastarf.Skólahúsið sem enn stendur í Ólafsdal var reist árið 1896.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það var ekki eina húsið því Ólafsdalur var líkari litlu þorpi, sem nú stendur til að endurreisa. Á veggjum í skólahúsinu sýna gamlar ljósmyndir hvernig staðurinn var fyrir rúmri öld og utanhúss má enn sjá útveggi af fjósi, mjólkurhúsi og fleiri byggingum. Þarna voru einnig smiðja, tóvinnuhús, fyrsta skólahúsið og hjallur ásamt fleiri útihúsum. „Þegar allt er talið þá voru svona 13-14 byggingar í Ólafsdal,” segir Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins. Þrjúhundruð manna áhugahópur um verndun menningarminjanna stendur að Ólafsdalsfélaginu en það hefur nú samið við Minjavernd um verkefnið. „Minjavernd mun núna byggja upp öll húsin sem hér eru á næstu 3-4 árum. Og þeir hyggjast leggja í þetta allt að hálfan milljarð, gæti ég trúað, að byggja upp Ólafsdalinn.”Ólafsdalur er við Gilsfjörð, sem gengur inn úr norðanverðum Breiðafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Rögnvaldur segir verkefnið afar spennandi enda verði þetta með stærri fjárfestingum í Dölum. Hér verði lifandi safn og gististaður, sem hafa muni jákvæð áhrif á sveitirnar í kring. „Þegar þetta verður allt risið mun þetta skaffa töluvert mörg störf. Ég gæti vel trúað að þetta yrðu tíu til fimmtán störf. Þannig að þetta mun hafa töluverð áhrif. Og ég er sannfærður um það, þegar þetta verður allt gengið í gegn, að þá mun Ólafsdalur verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður við Breiðafjörð,” segir formaður Ólafsdalsfélagsins. Í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld verður farið um söguslóðir Dalasýslu í fylgd Svavars Gestssonar, fyrrverandi ráðherra, sem sér tækifæri til að treysta byggðina með því að búa til „gullna söguhringinn”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalabyggð Um land allt Tengdar fréttir Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54 Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Sjá meira
Vill gullna söguhringinn um sveitir Sturlunga til að styrkja Dalabyggð Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, vill treysta byggð í Dalasýslu með því að búa til gullna söguhringinn. Byrjað verður á minningarreit um Sturlu Þórðarson. 6. nóvember 2017 21:54
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45