Flókið mál Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 09:41 Formenn núverandi stjórnarandstöðuflokka sátu í gær sveittir við stjórnarmyndun á sveitabæ Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Svo virðist sem viðræður gangi vel og að forsvarsmenn flokkana vilji láta á það reyna að mynda ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta. Og það þótt sporin hræði frá því síðast. Einkar viðeigandi hlýtur þó að vera að viðræðurnar fari fram á sveitabæ Sigurðar Inga. Framsókn, með tvíeykið Sigurð og Lilju í fararbroddi, eru með öll spil á hendi. Þeirra er valið varðandi stjórnarmyndun og hvort líta skuli til hægri eða vinstri. Gaman er að velta fyrir sér hvað kjörtímabilið ber í skauti sér ef leiðtogunum tekst ætlunarverkið og ná saman um ríkisstjórn. Hvað Katrínu Jakobsdóttur varðar er ljóst að hún þarf bráðnauðsynlega að komast í ríkisstjórn. Alltof oft hefur hún að því er virðist haft öll spil á hendi en leyst illa úr stöðunni. Líklegt er að Framsókn og Vinstri-græn geti náð saman um flest mál. Hvorugur flokkurinn er til að mynda með sérstaklega alþjóðlegar áherslur þannig að þeir ganga í takt í Evrópu- og myntmálum, og báðir standa þeir vörð um landbúnaðarkerfið í óbreyttri mynd. Öðruvísi er því farið með Samfylkinguna og Pírata. Báðir flokkar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið og standa varla upp frá viðræðum án þess að verða ágengt þar. Önnur grundvallarmál þurfa flokkarnir hins vegar að leggja til hliðar. Samfylkingin mun þurfa að leggja niður vopn þegjandi og hljóðalaust í Evrópumálum. Krónan verður þess utan fest í sessi sem gjaldmiðill þjóðarinnar á komandi kjörtímabili. Stjórnarþátttaka getur beinlínis reynst flokknum hættuleg nú eftir að hann virðist á góðri leið með að rétta sig af eftir afhroðið fyrir ári. Á meðan nudda Þorgerður Katrín og Viðreisn saman höndum, en allt lítur út fyrir að þau muni sitja ein að Evrópu- og myntmálum næsta kjörtímabilið. Píratar virðist hreinlega þurfa að fórna allri sinni ásýnd til að komast í ríkisstjórn. Ekki bara munu þeir setjast í ríkisstjórn sem nýtur stuðnings minnihluta kjósenda, en meirihluta þingmanna - þvert á fögur fyrirheit - heldur þurfa þeir einnig að fórna sinni grunnstefnu um beint lýðræði og loforðum um aðkomu almennings að ákvörðunum sem kemur honum við. Reynslumikla þingmenn hlýtur að hrylla við tilhugsuninni um að tvær ríkisstjórnir í röð verði sprengdar í netkosningum. Hvað sjálfa Framsókn varðar hljóta þau Sigurður og Lilja að óttast veru Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í stjórnarandstöðu. Sigmundur hefur sýnt það áður að hann getur verið öflugur stjórnarandstöðuþingmaður þegar sá gállinn er á honum. Ljóst er að ný ríkistjórn, verði hún mynduð, mun ekki einungis lafa á eins manns meirihluta, heldur þurfa allir stjórnarflokkarnir að feta einstigi þar sem margar hættur geta leynst. Fari allt á versta veg er ekki bara stjórnin sjálf undir, heldur jafnvel framtíð stjórnarflokkana sjálfra. Gangi þeim vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Formenn núverandi stjórnarandstöðuflokka sátu í gær sveittir við stjórnarmyndun á sveitabæ Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Svo virðist sem viðræður gangi vel og að forsvarsmenn flokkana vilji láta á það reyna að mynda ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta. Og það þótt sporin hræði frá því síðast. Einkar viðeigandi hlýtur þó að vera að viðræðurnar fari fram á sveitabæ Sigurðar Inga. Framsókn, með tvíeykið Sigurð og Lilju í fararbroddi, eru með öll spil á hendi. Þeirra er valið varðandi stjórnarmyndun og hvort líta skuli til hægri eða vinstri. Gaman er að velta fyrir sér hvað kjörtímabilið ber í skauti sér ef leiðtogunum tekst ætlunarverkið og ná saman um ríkisstjórn. Hvað Katrínu Jakobsdóttur varðar er ljóst að hún þarf bráðnauðsynlega að komast í ríkisstjórn. Alltof oft hefur hún að því er virðist haft öll spil á hendi en leyst illa úr stöðunni. Líklegt er að Framsókn og Vinstri-græn geti náð saman um flest mál. Hvorugur flokkurinn er til að mynda með sérstaklega alþjóðlegar áherslur þannig að þeir ganga í takt í Evrópu- og myntmálum, og báðir standa þeir vörð um landbúnaðarkerfið í óbreyttri mynd. Öðruvísi er því farið með Samfylkinguna og Pírata. Báðir flokkar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið og standa varla upp frá viðræðum án þess að verða ágengt þar. Önnur grundvallarmál þurfa flokkarnir hins vegar að leggja til hliðar. Samfylkingin mun þurfa að leggja niður vopn þegjandi og hljóðalaust í Evrópumálum. Krónan verður þess utan fest í sessi sem gjaldmiðill þjóðarinnar á komandi kjörtímabili. Stjórnarþátttaka getur beinlínis reynst flokknum hættuleg nú eftir að hann virðist á góðri leið með að rétta sig af eftir afhroðið fyrir ári. Á meðan nudda Þorgerður Katrín og Viðreisn saman höndum, en allt lítur út fyrir að þau muni sitja ein að Evrópu- og myntmálum næsta kjörtímabilið. Píratar virðist hreinlega þurfa að fórna allri sinni ásýnd til að komast í ríkisstjórn. Ekki bara munu þeir setjast í ríkisstjórn sem nýtur stuðnings minnihluta kjósenda, en meirihluta þingmanna - þvert á fögur fyrirheit - heldur þurfa þeir einnig að fórna sinni grunnstefnu um beint lýðræði og loforðum um aðkomu almennings að ákvörðunum sem kemur honum við. Reynslumikla þingmenn hlýtur að hrylla við tilhugsuninni um að tvær ríkisstjórnir í röð verði sprengdar í netkosningum. Hvað sjálfa Framsókn varðar hljóta þau Sigurður og Lilja að óttast veru Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í stjórnarandstöðu. Sigmundur hefur sýnt það áður að hann getur verið öflugur stjórnarandstöðuþingmaður þegar sá gállinn er á honum. Ljóst er að ný ríkistjórn, verði hún mynduð, mun ekki einungis lafa á eins manns meirihluta, heldur þurfa allir stjórnarflokkarnir að feta einstigi þar sem margar hættur geta leynst. Fari allt á versta veg er ekki bara stjórnin sjálf undir, heldur jafnvel framtíð stjórnarflokkana sjálfra. Gangi þeim vel.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun