Sýknaður af ákæru um nauðgun en sekur um kynferðislega áreitni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2017 21:00 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Honum var gefið að sök að hafa strokið læri konu og stungið fingri í leggöngin gegn hennar vilja meðan hún svaf. Maðurinn hlaut þriggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni. Lögð var fram kæra á hendur manninum í mars árið 2015. Hjá lögreglu sagði konan að nokkrum dögum fyrr hefði hún farið í heimsókn til vinafólks og farið út að borða með þeim. Þar hitti hún manninn og heilsaði honum. Fór hún snemma heim en konan gisti heima hja vinafólkinu í séríbúð á neðri hæð hússins. Sagðist hún hafa vaknað um miðja nótt við það að maðurinn hafi legið við hlið hennar. Lá hann þétt upp við hana að aftan og sagði hún hann hafa verið með hægri hönd yfir hana og fingurinn upp í leggöngum hennar. Sló hún hann með olnboganum og við það fór maðurinn úr herberginu. Þegar maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu lýsti hann því að fyrst hafði hann hitt konuna um ári áður í gleðskap. Þá hafi hún gefið honum „„soldið mikið undir fótinn“ og talað um að hún gæti nú kennt honum og sýnt honum ýmislegt““. Þegar þau hittust umrætt kvöld taldi maðurinn sig hafa fengið „skilaboð“ frá konunni. Segist hann hafa snúið aftur úr gleðskap í heimahúsið þar sem konan gisti. Þar fór hann að tala við konuna og „verið eitthvað að strjúka henni og hún hafi beðið hann að hætta þessu,“ líkt að því er kom fram við skýrslutöku. Taldi maðurinn sig hafa misskilið skilaboð sem hann taldi sig vera að fá frá konunni en hann hafi talið að „hún væri til í eitthvað meira“. Spurður nánar út í þetta af lögreglu kvaðst hann hafa verið að „strjúka brotaþola eitthvað í myrkrinu.“ Sagðist hann síðar hafa farið heim og kannaðist ekki við að hafa fengið olnbogaskot frá konunni. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa verið að reyna að gera vart við sig með því að strjúka konunni á lærið utanvert. Sagðist hann ekki ekki hafa snert kynfæri konunnar og ekki sett fingur inn í þau. Aðspurður um misræmi í lögregluskýrslu og framburði fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði verið í „sjokki“ hjá lögreglu og myndi atburðina betur nú.Hafið yfir skynsamlegan vafa Í dómi héraðsdóms segir að óumdeilt sé að konan hafi legið í rúminum og að maðurinn hafi komið inn í herbergið og að þar hafi þau átt einhver samskipti. Nánar um hver þau samskipti hafi verið væru ekki til frásagnar aðrir en þau tvö. Þá segir einnig að skýringar mannsins um að maðurinn hafi ekki strokið læri konunnar í kynferðislegum tilgangi geti ekki talist trúverðugar. Væri það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart konunni. Þar kemur einnig fram að of mikill vafi sé uppi í málinu um hvort að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi að stinga fingri í leggöng brotaþola gegn vilja hennar með því að notfæra sér sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi. Ekki liggi fyrir nein læknisfræðileg gögn sem geti rennt stoðum undir framburð konunnar. Var maðurinn sýknaður af ákæru um naugðun. Var hann hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni en refsing fellur niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Þá þarf maðurinn að greiða konunni 200 þúsund krónur í bætur.Dóm héraðsdóms má nálgast hér. Dómsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Honum var gefið að sök að hafa strokið læri konu og stungið fingri í leggöngin gegn hennar vilja meðan hún svaf. Maðurinn hlaut þriggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni. Lögð var fram kæra á hendur manninum í mars árið 2015. Hjá lögreglu sagði konan að nokkrum dögum fyrr hefði hún farið í heimsókn til vinafólks og farið út að borða með þeim. Þar hitti hún manninn og heilsaði honum. Fór hún snemma heim en konan gisti heima hja vinafólkinu í séríbúð á neðri hæð hússins. Sagðist hún hafa vaknað um miðja nótt við það að maðurinn hafi legið við hlið hennar. Lá hann þétt upp við hana að aftan og sagði hún hann hafa verið með hægri hönd yfir hana og fingurinn upp í leggöngum hennar. Sló hún hann með olnboganum og við það fór maðurinn úr herberginu. Þegar maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu lýsti hann því að fyrst hafði hann hitt konuna um ári áður í gleðskap. Þá hafi hún gefið honum „„soldið mikið undir fótinn“ og talað um að hún gæti nú kennt honum og sýnt honum ýmislegt““. Þegar þau hittust umrætt kvöld taldi maðurinn sig hafa fengið „skilaboð“ frá konunni. Segist hann hafa snúið aftur úr gleðskap í heimahúsið þar sem konan gisti. Þar fór hann að tala við konuna og „verið eitthvað að strjúka henni og hún hafi beðið hann að hætta þessu,“ líkt að því er kom fram við skýrslutöku. Taldi maðurinn sig hafa misskilið skilaboð sem hann taldi sig vera að fá frá konunni en hann hafi talið að „hún væri til í eitthvað meira“. Spurður nánar út í þetta af lögreglu kvaðst hann hafa verið að „strjúka brotaþola eitthvað í myrkrinu.“ Sagðist hann síðar hafa farið heim og kannaðist ekki við að hafa fengið olnbogaskot frá konunni. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa verið að reyna að gera vart við sig með því að strjúka konunni á lærið utanvert. Sagðist hann ekki ekki hafa snert kynfæri konunnar og ekki sett fingur inn í þau. Aðspurður um misræmi í lögregluskýrslu og framburði fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði verið í „sjokki“ hjá lögreglu og myndi atburðina betur nú.Hafið yfir skynsamlegan vafa Í dómi héraðsdóms segir að óumdeilt sé að konan hafi legið í rúminum og að maðurinn hafi komið inn í herbergið og að þar hafi þau átt einhver samskipti. Nánar um hver þau samskipti hafi verið væru ekki til frásagnar aðrir en þau tvö. Þá segir einnig að skýringar mannsins um að maðurinn hafi ekki strokið læri konunnar í kynferðislegum tilgangi geti ekki talist trúverðugar. Væri það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart konunni. Þar kemur einnig fram að of mikill vafi sé uppi í málinu um hvort að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi að stinga fingri í leggöng brotaþola gegn vilja hennar með því að notfæra sér sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi. Ekki liggi fyrir nein læknisfræðileg gögn sem geti rennt stoðum undir framburð konunnar. Var maðurinn sýknaður af ákæru um naugðun. Var hann hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni en refsing fellur niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Þá þarf maðurinn að greiða konunni 200 þúsund krónur í bætur.Dóm héraðsdóms má nálgast hér.
Dómsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira