Aldrei aftur viðlíka vanvirðing Sif Sigmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Engum dylst að niðurstaða alþingiskosninganna um síðustu helgi var ósigur fyrir konur. Konum á Alþingi fækkaði úr þrjátíu í tuttugu og fjórar. Hverfandi stólafjöldi í þingsal var þó langt frá því að vera stærsti ósigur kvenna í kosningunum. Hvers vegna var boðað til kosninga? Strax við upphaf kosningabaráttunnar virtust allir búnir að gleyma því. Frambjóðendur flokkanna minntust ekki einu orði á fílinn í stofunni og fjölmiðlar tipluðu á tánum kringum hann eins og léttstígir listdansarar. Á sama tíma og spilaborg kynferðisafbrotamanna um heim allan hrundi er konur upplýstu um áreiti og ofbeldi sem þær höfðu mátt þola og afhjúpuðu vandamál útbreiddara en nokkurn óraði fyrir undir formerkjum #metoo, þögðu íslenskir stjórnmálamenn þunnu hljóði. Þeir töluðu um skatta, banka, jarðgöng og virkjanir rétt eins og allt væri með felldu. Ekkert hefði þó getað verið fjarri sanni.Þörf eða ekki þörf? Eftir kosningarnar kom til tals að stofna nýjan kvennalista. Rætt var við nokkrar forgöngukonur hins upphaflega Kvennalista í Morgunblaðinu um málið. Sitt sýndist hverri. „Það er augljóst eftir þessar kosningar og úrslit þeirra að konur verða að fara að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Guðrún Ögmundsdóttir var á öðru máli. „Ég sé ekki alveg að það sé þörf fyrir kvennaframboð akkúrat núna.“ Þegar Kvennalistinn var stofnaður árið 1983 voru þrjár konur á þingi. Nú eru þær tuttugu og fjórar. Okkur hefur óneitanlega orðið ágengt í baráttunni um tölfræðina síðustu áratugi. En tölurnar segja greinilega ekki alla söguna.Einbeittur brotavilji Hvers vegna féll ríkisstjórnin? Hvers vegna var verið að kjósa? Jú, það var kosið vegna þess að stjórnvöld mættu fórnarlömbum kynferðisofbeldis sem leituðu til þeirra eftir upplýsingum með valdhroka – ef ekki valdníðslu – og glórulausri mannvonsku. Í stað þess að veita þeim svör var reynt að þagga niður í þeim. Stærsti ósigur kvenna í kosningunum voru ekki þau sex þingsæti kvenna sem töpuðust. Þótt tölfræðin breytist, þótt konum fjölgi á þingi, þótt konur verði forsætisráðherrar hefur það ekkert að segja ef hugarfarið breytist ekki með. Stærsti ósigurinn í nýliðnum kosningunum var viðhorf framboðanna til kvenna. Af þeim ellefu flokkum sem buðu fram til Alþingis virtist engum finnast ástæða til að gera tilefni kosninganna að kosningamáli. Slíkt hefur varla reynst flokkunum áreynslulaust. Það krefst ansi einbeitts brotavilja að búa svo um hnútana að ofbeldi gegn konum komist ekki á dagskrá kosninga sem: a) eru haldnar einmitt vegna þöggunar og tómlætis gagnvart ofbeldi gegn konum b) eiga sér stað á sama tíma og um alla heimsbyggð á sér stað bylting vegna opinberana á ofbeldi gegn konum.Mjúku málin eru alvöru málin Nýr kvennalisti? Ef ekki núna, hvenær þá? Nýr kvennalisti þarf þó ekki að vera eingöngu skipaður konum. Því, eins og nýafstaðnar kosningar sýna, snýst kvennabaráttan ekki aðeins um fjölda kvenna á Alþingi. Hún snýst um hugarfarsbreytingu. Hún snýst um að hætt sé að líta á málefni sem konum finnast brýn sem „mjúku málin“. Hún snýst um að við hættum að afskrifa heilbrigðismál, skólamál, þróun verðlags og útgjöld heimilisins sem prjál sem stelpurnar á þingi dútla við meðan strákarnir sinna alvöru málum eins og að sprengja upp náttúruperlur og bora jarðgöng – mjúku málin eru alvöru málin. Hún snýst um að við hættum að líta niður á „kvennastörf“ og byrjum að borga kennurum, þ.m.t. leikskólakennurum, og hjúkrunarfræðingum laun sem endurspegla virði þeirra og mikilvægi. Hún snýst um að við hættum að líta á ofbeldi gegn konum sem svo mikið feimnismál að það er ekki rætt í kurteislegum stjórnmálarökræðum RÚV. Kvennabaráttan snýst um að koma í veg fyrir að nokkurn tímann aftur verði konum sýnd viðlíka vanvirðing – svívirðilegt skeytingarleysi – og þeim var sýnt í alþingiskosningum 2017. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Engum dylst að niðurstaða alþingiskosninganna um síðustu helgi var ósigur fyrir konur. Konum á Alþingi fækkaði úr þrjátíu í tuttugu og fjórar. Hverfandi stólafjöldi í þingsal var þó langt frá því að vera stærsti ósigur kvenna í kosningunum. Hvers vegna var boðað til kosninga? Strax við upphaf kosningabaráttunnar virtust allir búnir að gleyma því. Frambjóðendur flokkanna minntust ekki einu orði á fílinn í stofunni og fjölmiðlar tipluðu á tánum kringum hann eins og léttstígir listdansarar. Á sama tíma og spilaborg kynferðisafbrotamanna um heim allan hrundi er konur upplýstu um áreiti og ofbeldi sem þær höfðu mátt þola og afhjúpuðu vandamál útbreiddara en nokkurn óraði fyrir undir formerkjum #metoo, þögðu íslenskir stjórnmálamenn þunnu hljóði. Þeir töluðu um skatta, banka, jarðgöng og virkjanir rétt eins og allt væri með felldu. Ekkert hefði þó getað verið fjarri sanni.Þörf eða ekki þörf? Eftir kosningarnar kom til tals að stofna nýjan kvennalista. Rætt var við nokkrar forgöngukonur hins upphaflega Kvennalista í Morgunblaðinu um málið. Sitt sýndist hverri. „Það er augljóst eftir þessar kosningar og úrslit þeirra að konur verða að fara að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Guðrún Ögmundsdóttir var á öðru máli. „Ég sé ekki alveg að það sé þörf fyrir kvennaframboð akkúrat núna.“ Þegar Kvennalistinn var stofnaður árið 1983 voru þrjár konur á þingi. Nú eru þær tuttugu og fjórar. Okkur hefur óneitanlega orðið ágengt í baráttunni um tölfræðina síðustu áratugi. En tölurnar segja greinilega ekki alla söguna.Einbeittur brotavilji Hvers vegna féll ríkisstjórnin? Hvers vegna var verið að kjósa? Jú, það var kosið vegna þess að stjórnvöld mættu fórnarlömbum kynferðisofbeldis sem leituðu til þeirra eftir upplýsingum með valdhroka – ef ekki valdníðslu – og glórulausri mannvonsku. Í stað þess að veita þeim svör var reynt að þagga niður í þeim. Stærsti ósigur kvenna í kosningunum voru ekki þau sex þingsæti kvenna sem töpuðust. Þótt tölfræðin breytist, þótt konum fjölgi á þingi, þótt konur verði forsætisráðherrar hefur það ekkert að segja ef hugarfarið breytist ekki með. Stærsti ósigurinn í nýliðnum kosningunum var viðhorf framboðanna til kvenna. Af þeim ellefu flokkum sem buðu fram til Alþingis virtist engum finnast ástæða til að gera tilefni kosninganna að kosningamáli. Slíkt hefur varla reynst flokkunum áreynslulaust. Það krefst ansi einbeitts brotavilja að búa svo um hnútana að ofbeldi gegn konum komist ekki á dagskrá kosninga sem: a) eru haldnar einmitt vegna þöggunar og tómlætis gagnvart ofbeldi gegn konum b) eiga sér stað á sama tíma og um alla heimsbyggð á sér stað bylting vegna opinberana á ofbeldi gegn konum.Mjúku málin eru alvöru málin Nýr kvennalisti? Ef ekki núna, hvenær þá? Nýr kvennalisti þarf þó ekki að vera eingöngu skipaður konum. Því, eins og nýafstaðnar kosningar sýna, snýst kvennabaráttan ekki aðeins um fjölda kvenna á Alþingi. Hún snýst um hugarfarsbreytingu. Hún snýst um að hætt sé að líta á málefni sem konum finnast brýn sem „mjúku málin“. Hún snýst um að við hættum að afskrifa heilbrigðismál, skólamál, þróun verðlags og útgjöld heimilisins sem prjál sem stelpurnar á þingi dútla við meðan strákarnir sinna alvöru málum eins og að sprengja upp náttúruperlur og bora jarðgöng – mjúku málin eru alvöru málin. Hún snýst um að við hættum að líta niður á „kvennastörf“ og byrjum að borga kennurum, þ.m.t. leikskólakennurum, og hjúkrunarfræðingum laun sem endurspegla virði þeirra og mikilvægi. Hún snýst um að við hættum að líta á ofbeldi gegn konum sem svo mikið feimnismál að það er ekki rætt í kurteislegum stjórnmálarökræðum RÚV. Kvennabaráttan snýst um að koma í veg fyrir að nokkurn tímann aftur verði konum sýnd viðlíka vanvirðing – svívirðilegt skeytingarleysi – og þeim var sýnt í alþingiskosningum 2017. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun