Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 15:41 Trump hafði tilnefnt Clovis (t.h.) sem aðalvísindamann landbúnaðarráðuneytisins. Ekkert verður af því. Vísir/AFP Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið. Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið.
Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26