Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Hulda Hólmkelsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. nóvember 2017 13:07 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Katrín mun óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands. Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hún muni ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hún hefur rætt við forsetann. Flokkarnir fjórir fengu samanlagt 32 þingmenn í kosningum til Alþingis og myndu því hafa minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, þann hinn sama og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði. Þetta er minnsti mögulegi meirihluti á þingmenn. Katrín hefur þó sagt að fyrst verði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna áður en rætt verður að bæta fimmta flokknum inn í viðræður.Segist hafa ýmsa möguleika Katrín Jakobsdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að niðurstaða úr viðræðum flokkanna fjögurra myndi liggja fyrir í dag. Talið er líklegt að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn fyrrnefndra flokka. Gangi viðræður þessara flokka ekki eftir segist Katrín hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það mun mjög líklega kalla á að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð. Kosningar 2017 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, til fundar við sig á Bessastöðum í dag kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Katrín mun óska eftir umboði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata komu saman til fundar í hádeginu. Niðurstaða þess fundar var, samkvæmt heimildum Vísis, að láta reyna á að mynda ríkisstjórn í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum með umboði frá forseta Íslands. Í samtali við fréttastofu segir Katrín að hún muni ekki tjá sig um stöðu mála fyrr en hún hefur rætt við forsetann. Flokkarnir fjórir fengu samanlagt 32 þingmenn í kosningum til Alþingis og myndu því hafa minnsta mögulega meirihluta á Alþingi, þann hinn sama og fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði. Þetta er minnsti mögulegi meirihluti á þingmenn. Katrín hefur þó sagt að fyrst verði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna áður en rætt verður að bæta fimmta flokknum inn í viðræður.Segist hafa ýmsa möguleika Katrín Jakobsdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að niðurstaða úr viðræðum flokkanna fjögurra myndi liggja fyrir í dag. Talið er líklegt að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn fyrrnefndra flokka. Gangi viðræður þessara flokka ekki eftir segist Katrín hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það mun mjög líklega kalla á að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.
Kosningar 2017 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira