300 hestafla VW Polo R í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 10:33 Svona gæti Volkswagen Polo R litið út. Þrátt fyrir að fyrirhugaður Volkswagen Polo með 200 hestöfl undir húddinu sé ekki ennþá kominn á markað er Volkswagen að vinna að þróun enn öflugri gerð bílsins smávaxna og þá með 300 hestöfl tiltæk. Breskir fjölmiðlar greina frá því að sést hafi til þessa bíls í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og að búið sé að framleiða nokkur eintök af honum. Vélin í þessum bíl er sú sama og finna má í Volkswagen Golf R. Svo vel vill til að 2,0 lítra vélin úr Golf R passar í vélarhús Polo og því þarf engar breytingar að gera á bílnum til að ljá honum öllu þessu afli. Þessi aflmikli Polo getur einnig fengið fjórhjóladrif svo tryggja megi að allt aflið skili sér í malbikið. Það er þó ekki víst að svo verði þar sem bíllinn færi þá að ógna Golf R í upptöku og eiginleikum og að auki yrði bíllinn fyrir vikið óhóflega dýr. Ef af þessum Polo R verður yrði það þó ekki í fyrsta skipti sem mjög öflugur Polo er markaðssetur því að Volkswagen hefur áður sett á markað 2.500 bíla af Polo R WRC og var hann framleiddur í takmörkuðu magni með 217 hestöfl undir húddinu. Slíkt yrði ekki uppá tengingnum með nýjan öflugan Polo, hann yrði hefðbundin framleiðslugerð Polo án takmarkana um framleiðslumagn. Þannig gæti hann bæst í sívaxandi R-bíla flóru Volkswagen þar sem brátt bættast við Tiguan R, Arteon R og Touareg R. Þá gæti einnig bæst við T-Roc R og hefur sést til þess bíls í prófunum, eins og í tilfelli Polo R. Þessi R-væðing Volkswagen bíla mun síðan einnig smitast til annarra undirmerkja Volkswagen bílasamstæðunnar og fær einhver bíll frá Seat, sem og Skoda þessa vél einnig. Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Þrátt fyrir að fyrirhugaður Volkswagen Polo með 200 hestöfl undir húddinu sé ekki ennþá kominn á markað er Volkswagen að vinna að þróun enn öflugri gerð bílsins smávaxna og þá með 300 hestöfl tiltæk. Breskir fjölmiðlar greina frá því að sést hafi til þessa bíls í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og að búið sé að framleiða nokkur eintök af honum. Vélin í þessum bíl er sú sama og finna má í Volkswagen Golf R. Svo vel vill til að 2,0 lítra vélin úr Golf R passar í vélarhús Polo og því þarf engar breytingar að gera á bílnum til að ljá honum öllu þessu afli. Þessi aflmikli Polo getur einnig fengið fjórhjóladrif svo tryggja megi að allt aflið skili sér í malbikið. Það er þó ekki víst að svo verði þar sem bíllinn færi þá að ógna Golf R í upptöku og eiginleikum og að auki yrði bíllinn fyrir vikið óhóflega dýr. Ef af þessum Polo R verður yrði það þó ekki í fyrsta skipti sem mjög öflugur Polo er markaðssetur því að Volkswagen hefur áður sett á markað 2.500 bíla af Polo R WRC og var hann framleiddur í takmörkuðu magni með 217 hestöfl undir húddinu. Slíkt yrði ekki uppá tengingnum með nýjan öflugan Polo, hann yrði hefðbundin framleiðslugerð Polo án takmarkana um framleiðslumagn. Þannig gæti hann bæst í sívaxandi R-bíla flóru Volkswagen þar sem brátt bættast við Tiguan R, Arteon R og Touareg R. Þá gæti einnig bæst við T-Roc R og hefur sést til þess bíls í prófunum, eins og í tilfelli Polo R. Þessi R-væðing Volkswagen bíla mun síðan einnig smitast til annarra undirmerkja Volkswagen bílasamstæðunnar og fær einhver bíll frá Seat, sem og Skoda þessa vél einnig.
Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent