Katrín: Staðan skýrist á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2017 19:02 Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Niðurstaða okkar í hádeginu dag var í raun og veru að þessir fjórir flokkar myndu setjast niður og kanna það hvort ástæða væri til þess að óska eftir því að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Katrín í viðtali við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formenn VG, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og fulltrúi Pírata funduðu stíft í dag um myndun ríkisstjórnar. Samtalið á milli formanna er þó enn óformlegt og ekki hefur verið tekin ákvörðun að óska eftir formlegu stjórnarmyndunarumboði frá forsetanum. „Við erum ekki komin með þá niðurstöðu. Við höfum setið yfir þessu seinnipartinn í dag. Við munum núna tala við okkar bakland og væntanlega halda þessu samtali, óformlega samtali, áfram á morgun og þá munu línur skýrast,“ sagði Katrín. Aðspurð að því hvort að á morgun lægi fyrir hvort hún myndi formlega óska eftir umboðina eða ekki svaraði Katrín játandi. Hún segir að gangi viðræður þessara flokka ekki eftir hafi hún ýmsa aðra möguleika í stöðunni. „Ég tel mig hafa það og ég hef sagt að við erum opin fyrir því að skoða ýmsar aðrar samsetningar en það hefur líka legið fyrir að þetta er okkar fyrsta val og við viljum að sjálfsögðu láta reyna á það til þrautar hvort að það sé umræðugrundvöllur,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn þessara flokka hefði minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn. Aðspurð að því hvort að möguleiki væri á því að vinkla aðra flokka inn í viðræðurnar til að styrkja stjórnina sagði Katrín að fyrst yrði látið reyna á viðræður á milli stjórnarandstöðuflokkanna. „Hins vegar hef ég talað fyrir því að við eigum auðvitað að horfa til þess að reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu og vinna meira þvert á flokka, efna til þverpólitísks samsráðs. Það skiptir auðvitað máli fyrir stjórn með nauman meirihluta.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07