Myndina fyrir plötuumslagið tók Tim Walker en það var ótrúleg förðun söngkonunnar sem vakti athygli okkar og eftir smá eftirgrennslan þá kemur í ljós að heiðurinn af því á dragdrottningin Hungry frá Berlín. Förðunin sem hún gerir er hreinleika með ólíkindum og við erum ennþá að reyna að átta okkur á henni.
Þetta eru svo sannarlega listaverk en þessi förðun minnir okkur á verk listakvennana Georgiu O´Keeffe og Judy Chicago. Hægt er sjá myndir af því hér fyrir neðan.
Látum nokkrar myndir frá hennar Instagram reikningi fylgja með. Eitthvað fyrir förðunarspekinga að skoða nánar.

