Bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld ræða enn saman þrátt fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2017 10:49 Joseph Yun er sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Norður-Kóreu. Vísir/AFP Erindrekar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ræða enn saman á bak við tjöldin þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi fullyrt að slíkar viðræður séu tímasóun. Samskiptin eru sögð fara fram í gegnum sendinefnd Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Samskipti Norður-Kóreu við umheiminn og Bandaríkin sérstaklega hafa verið þrungin spennu í ljósi endurtekinna kjarnorku- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins. Trump hefur hellt olíu á eldinn með óvenju digurbarkalegum hótunum um að gjöreyða Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að Joseph Yun, samningamaður Bandaríkjanna, hafi verið í samskiptum við norður-kóresku sendinefndina í New York. Yun hefur meðal annars hvatt viðmælendur sína um að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að viðræður við fulltrúa Norður-Kóreu héldu áfram „þar til fyrstu sprengjurnar falla“ um miðjan október tísti Trump að hann væri að sóa tíma sínum með því að ræða við stjórnvöld í Pjongjang. Það virðast hins vegar hafa verið orðin tóm. Heimildarmaður Reuters hjá utanríkisráðuneytinu segir að hvorki tíðni né umfang þessara þreifinga á milli diplómata þjóðanna tveggja hafi minnkað. Reuters segir að engu síður bendi ekkert til þess að viðræðurnar hafi bætt samskipti ríkjanna fram að þessu. Norður-Kórea Tengdar fréttir „Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
Erindrekar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ræða enn saman á bak við tjöldin þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi fullyrt að slíkar viðræður séu tímasóun. Samskiptin eru sögð fara fram í gegnum sendinefnd Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Samskipti Norður-Kóreu við umheiminn og Bandaríkin sérstaklega hafa verið þrungin spennu í ljósi endurtekinna kjarnorku- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins. Trump hefur hellt olíu á eldinn með óvenju digurbarkalegum hótunum um að gjöreyða Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að Joseph Yun, samningamaður Bandaríkjanna, hafi verið í samskiptum við norður-kóresku sendinefndina í New York. Yun hefur meðal annars hvatt viðmælendur sína um að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að viðræður við fulltrúa Norður-Kóreu héldu áfram „þar til fyrstu sprengjurnar falla“ um miðjan október tísti Trump að hann væri að sóa tíma sínum með því að ræða við stjórnvöld í Pjongjang. Það virðast hins vegar hafa verið orðin tóm. Heimildarmaður Reuters hjá utanríkisráðuneytinu segir að hvorki tíðni né umfang þessara þreifinga á milli diplómata þjóðanna tveggja hafi minnkað. Reuters segir að engu síður bendi ekkert til þess að viðræðurnar hafi bætt samskipti ríkjanna fram að þessu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir „Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
„Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20