Segja viðræður ekki koma til greina Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 19:19 Kóreumenn segja að þörf sé á kjarnorkuvopnum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu segja að þeir muni ekki ganga að samningaborðinu og semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn. Ekki á meðan Suður-Kóreu og Bandaríkin haldi heræfingum sínum áfram. Kóreumenn segja að þörf sé á vopnunum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Þetta segir Han Tea Song, sendiherra Norður-Kóreu í Genf, í samtali við Reuters. Hann gerði einnig lítið úr þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkin eru að undirbúa og umræðu um að bæta Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji hryðjuverkaaðgerðir. „Svo lengi sem að sífelldar ógnanir frá Bandaríkjunum beinast gegn landi mínu og stríðsleikir eru haldnir á þröskuldi okkar, koma viðræður ekki til greina.“ Han sagði einnig að hann teldi ljóst að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum væri ætlað að fella stjórnvöld Norður-Kóreu og skapa hörmungarástand í landinu.Leita nýrra leiða Komi Norður-Kórea upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið þau til Bandaríkjanna gæti reynst erfitt að skjóta þær niður á leiðinni. Ríkisstjórn Donald Trump er því að leita nýrra leiða til að takast á við einræðisríkið óútreiknanlega.Samkvæmt frétt New York Times bað ríkisstjórnin nýverið um fjögurra milljarða dala fjárveitingu. Þeim fjármunum er ætlað að finna leiðir til að beita tölvuárásum til að koma í veg yfir eða skemma eldflaugaskot Norður-Kóreu. Einnig stendur til að þróa leiðir til að nota dróna og orrustuþotur til að skjóta eldflaugar niður skömmu eftir að þeim er skotið á loft.Einnig stendur til að betrumbæta eldflaugavarnarkerfið á vesturströnd Bandaríkjanna. Nýr ákafi hefur myndast til að finna leiðir til að takast á við eldflaugarnar vegna þeirrar hröðu framþróunar sem hefur átt sér stað í eldflauga-áætlun Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja að þeir muni ekki ganga að samningaborðinu og semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn. Ekki á meðan Suður-Kóreu og Bandaríkin haldi heræfingum sínum áfram. Kóreumenn segja að þörf sé á vopnunum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Þetta segir Han Tea Song, sendiherra Norður-Kóreu í Genf, í samtali við Reuters. Hann gerði einnig lítið úr þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkin eru að undirbúa og umræðu um að bæta Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji hryðjuverkaaðgerðir. „Svo lengi sem að sífelldar ógnanir frá Bandaríkjunum beinast gegn landi mínu og stríðsleikir eru haldnir á þröskuldi okkar, koma viðræður ekki til greina.“ Han sagði einnig að hann teldi ljóst að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum væri ætlað að fella stjórnvöld Norður-Kóreu og skapa hörmungarástand í landinu.Leita nýrra leiða Komi Norður-Kórea upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið þau til Bandaríkjanna gæti reynst erfitt að skjóta þær niður á leiðinni. Ríkisstjórn Donald Trump er því að leita nýrra leiða til að takast á við einræðisríkið óútreiknanlega.Samkvæmt frétt New York Times bað ríkisstjórnin nýverið um fjögurra milljarða dala fjárveitingu. Þeim fjármunum er ætlað að finna leiðir til að beita tölvuárásum til að koma í veg yfir eða skemma eldflaugaskot Norður-Kóreu. Einnig stendur til að þróa leiðir til að nota dróna og orrustuþotur til að skjóta eldflaugar niður skömmu eftir að þeim er skotið á loft.Einnig stendur til að betrumbæta eldflaugavarnarkerfið á vesturströnd Bandaríkjanna. Nýr ákafi hefur myndast til að finna leiðir til að takast á við eldflaugarnar vegna þeirrar hröðu framþróunar sem hefur átt sér stað í eldflauga-áætlun Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira