Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:38 Jared Kushner með tengdaföður sínum, Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. VÍSIR/EPA Einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforesta, sem jafnframt er tengdasonur hans, annað hvort gleymdi eða hélt vísvitandi eftir tölvupóstum um Wikileaks og póstum þar sem rætt var um leynilega samskiptaleið við Rússa. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum öldungardeildarþingmanna sem hafa farið fram á frekar upplýsingar frá ráðgjafanum, Jared Kushner. Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kannar nú öll möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trump við Rússa og hvort þeir síðarnefndu hafi beitt sér ólöglega í kosningunum vestanhafs í fyrra. Þingmennirnir tveir, repúblikani og demókrati, segjast hafa sannanir fyrir þessum gögnum eftir samtöl við önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við á síðustu misserum. Kushner var beðinn um að afhenda tölvupóstana í október en svo virðist sem einhver misbrestur hafi orðið þar á.Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur rannsóknar FBILögfræðingur Kushner segir hann reiðubúinn að leggja öll spilin á borðið og veita allar þær upplýsingar sem nefndin krefst. „Við erum þakklát fyrir það hvað þú hefur verið samvinnuþýður en svo virðist sem afhendingin hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir í bréf sem þingmennirnir sendu lögmanni Kushner í gær. Hann heldur því fram að öll skjöl sem tengjast samskiptum Kushner við Rússa í kosningabaráttunni eða eftir embættistökuna; sama hvort það voru símtöl, fundir eða önnur sambönd, hafi verið lögð fram. Þingmennirnir segja hins vegar að Kushner hafi áframsent tölvupósta um afhjúpunarsamtökin Wikileaks, ásamt gögnum sem lúta að leynilegri samskiptalínu við Rússa og ótilgreint kvöldverðarboð, á aðra meðlimi kosningaliðsins sem unnu að kjöri Donalds Trump á síðasta ári. Sannanir séu fyrir því að slík gögn séu til því að önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafi lagt fram skjöl þar sem nafn Kushner er að finna. Lögmaður Kushner hefur til 27. nóvember til að verða við beiðninni. Donald Trump Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforesta, sem jafnframt er tengdasonur hans, annað hvort gleymdi eða hélt vísvitandi eftir tölvupóstum um Wikileaks og póstum þar sem rætt var um leynilega samskiptaleið við Rússa. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum öldungardeildarþingmanna sem hafa farið fram á frekar upplýsingar frá ráðgjafanum, Jared Kushner. Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kannar nú öll möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trump við Rússa og hvort þeir síðarnefndu hafi beitt sér ólöglega í kosningunum vestanhafs í fyrra. Þingmennirnir tveir, repúblikani og demókrati, segjast hafa sannanir fyrir þessum gögnum eftir samtöl við önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við á síðustu misserum. Kushner var beðinn um að afhenda tölvupóstana í október en svo virðist sem einhver misbrestur hafi orðið þar á.Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur rannsóknar FBILögfræðingur Kushner segir hann reiðubúinn að leggja öll spilin á borðið og veita allar þær upplýsingar sem nefndin krefst. „Við erum þakklát fyrir það hvað þú hefur verið samvinnuþýður en svo virðist sem afhendingin hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir í bréf sem þingmennirnir sendu lögmanni Kushner í gær. Hann heldur því fram að öll skjöl sem tengjast samskiptum Kushner við Rússa í kosningabaráttunni eða eftir embættistökuna; sama hvort það voru símtöl, fundir eða önnur sambönd, hafi verið lögð fram. Þingmennirnir segja hins vegar að Kushner hafi áframsent tölvupósta um afhjúpunarsamtökin Wikileaks, ásamt gögnum sem lúta að leynilegri samskiptalínu við Rússa og ótilgreint kvöldverðarboð, á aðra meðlimi kosningaliðsins sem unnu að kjöri Donalds Trump á síðasta ári. Sannanir séu fyrir því að slík gögn séu til því að önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafi lagt fram skjöl þar sem nafn Kushner er að finna. Lögmaður Kushner hefur til 27. nóvember til að verða við beiðninni.
Donald Trump Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira