Dómsmálaráðherra Trump íhugar að láta rannsaka demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 10:29 Sessions hefur ekki verið í náðinni hjá Trump eftir að hann lýsti sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, er sagður íhuga að skipa annan sérstakan rannsakanda til þess að fara í saumana á ásökunum gegn Clinton-hjónunum og um umdeilda sölu á úrani til Rússlands ásamt fleiri málum sem repúblikanar hafa haldið á lofti.Washington Post greinir frá þessu og vitnar í bréf dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn frá þingmanni repúblikana sem krafðist nýs sérstaks rannsakanda ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum. Ráðuneytið segir að það hafi skipað saksóknurum að skoða sum málanna og gefa Sessions skýrslu um þau. Á meðal þess sem þingmennirnir vildu láta rannsaka er rannsókn alríkislögreglunnar FBI á notkun Hillary Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra, viðskipti Clinton-sjóðsins og nokkur mál sem varða sölu á kanadísku úranvinnslufyrirtæki til rússnesku kjarnorkustofnunarinnar. Mörg þessara hafa verið talin liggja ljós fyrir. Repúblikanar hafa gert að því skóna að Clinton hafi sem utanríkisráðherra gerst sek um „samráð“ við Rússa með sölunni á kanadíska fyrirtækinu Uranium One. Engar vísbendingar eru hins vegar um að Clinton hafi komið að þeirri ákvörðun.Vekti upp spurningar um sjálfstæði alríkisrannsóknaTrump hefur ítrekað barmað sér undan því að dómsmálaráðuneytið rannsaki ekki demókrata eða Hillary Clinton eftir því sem aukinn þungi hefur færst í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Í kosningabaráttunni hótaði Trump því að hann myndi láta rannsaka Clinton kæmist hann í Hvíta húsið. Þegar úrslitin urðu ljós dró hann hins vegar í land. Sessions sagðist sjálfur ekki myndu hafa frumkvæði að því að rannsaka Clinton, jafnvel þó að Trump bæði hann um það sérstaklega, þegar þingnefnd fjallaði um tilnefningu hans sem ráðherra. Jafnvel þó að Sessions sé ráðherra í ríkisstjórn og heyri undir forsetann hefur venjan verið sú að Hvíta húsið skipti sér ekki af rannsóknum mála í réttarkerfinu. New York Times segir að ef Sessions skipar sérstakan rannsakanda til að skoða fyrrnefnd mál sem Trump hefur haldið á lofti veki það upp spurningar um sjálfstæði rannsókna alríkisyfirvalda undir stjórn forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira