Donald Trump yngri í samskiptum við Wikileaks Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 06:44 Donald Trump yngri birti staðfestingar á samskiptum sem kosningalið hans hefur ætíð neitað fyrir. VÍSIR/GETTY Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic. Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Donald Trump Jr., sonur Bandaríkjaforseta, var í beinum samskiptum við uppljóstrunarsamtökin Wikileaks í kosningabaráttu föður síns í fyrra. Samtökin léku stóra rullu í aðdraganda kosninganna vestanhafs, til að mynda með því að birta fjölda tölvupósta framámanna Demókrataflokksins, tölvupósta sem bandarísk stjórnvöld segja rússneska hakkara hafa stolið. Wikileaks hafði samband við Trump Jr. þann 20. september í fyrra, um einum og hálfum mánuði fyrir kjördag. Samskiptin áttu sér stað í gegnum spjallhluta Twitter. Samtökin vöruðu soninn við nýrri vefsíðu þar sem ljósið yrði varpað á tengsl Donalds Trump eldri við Vladímír Pútín Rússlandsforseta.Sjá einnig: „Ég elska það“ - Trump yngri birtir tölvupóstanaDonald Trump yngri svaraði degi síðar og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um síðuna eða hverjir stæðu að baki henni. Hann myndi þó spyrjast fyrir. „Takk“ Hann áframsendi skilaboðin frá Wikileaks á aðra kosningaráðgjafa; þeirra á meðal Steve Bannon, Kellyanne Conway og Jared Kusher, og spurði hvort þau þekktu til síðunnar. „Vitiði hvaða samsæriskenningar gæti verið um að ræða?“ spurði sonurinn.The Atlantic greindi frá þessum samskiptum í gær en þau má finna í þeim gögnum sem lögmenn Donald Trump Jr. lögðu fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings - sem kannar meint tengsl kosningaliðs Bandaríkjaforseta og Rússa. Eftir að fregnir bárust af samskiptunum ákvað Donald Trump yngri að birta skjáskot af samskiptum sínum við Wikileaks.Here is the entire chain of messages with @wikileaks (with my whopping 3 responses) which one of the congressional committees has chosen to selectively leak. How ironic! 1/3 pic.twitter.com/SiwTqWtykA— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 2/3 pic.twitter.com/b1B9PBGl5t— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 3/3 pic.twitter.com/5FdeNrbg02— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) November 14, 2017 Þetta er í annað sinn sem hann hefur birt skjáskot af umdeildum samskiptum sínum.Þetta eru fyrstu staðfestingarnar sem koma fram á samskiptum kosnignateymisins við uppljóstrunarsamtökin. Núverandi varaforseti, Mike Pence, þvertók fyrir að nokkur slík samskipti hafi átt sér stað - þremur vikum eftir að þau höfðu átt sér stað. Donald Trump yngri hefur áður viðurkennt að hafa fundað með rússneskum lögmanni með tengsl við Kreml sem lofað honum óhróðri um mótframbjóðanda föður hans. Nánar má fræðast um málið á vef Atlantic.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra. 6. september 2017 22:03