Breyttir tímar Magnús Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Þvinganir, hótanir, áreitni, niðurlæging, ofbeldi, útilokun. Þetta er veruleiki kvenna og enginn getur lengur horft í hina áttina. Konum er nóg boðið og þær hafa fundið styrk sinn í sannleikanum og samstöðunni. Hver sagan rekur aðra vestan hafs og í Bretlandi, sænskar leikkonur sprengja skalann og íslenskar stallsystur eru einnig byrjaðar að greina frá margháttuðu kynferðislegu ofbeldi, áreiti og ógnunum sem þær hafa mátt þola. Það er í raun ekkert sem bendir sérstaklega til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi en til að mynda í Svíþjóð. Munurinn gæti falist í áherslum mótstöðuaflsins á hverjum stað og gleymum því ekki að höfum hátt byltingin kom ríkisstjórn Íslands frá völdum. Veröld kvikmynda, leiklistar, tónlistar og fleiri atvinnugreina, þar sem konur hafa verið í fararbroddi í uppljóstrunum um stöðu og framgang mála, hefur vissulega ákveðna sérstöðu. Í þessum greinum er oft mikið gert út á útlit og kynþokka og samkeppnin er hörð um að komast áfram í þessum heimi. Karllægt samfélag ýtir undir þessa hörðu samkeppni með því að stuðla að fáum tækifærum fyrir konur og viðheldur þannig valdi sínu og yfirburðum. Afleiðingin er að vilji konur komast áfram í viðkomandi atvinnugreinum þurfa þær að líkindum að þola kynferðislega áreitni eða jafnvel í versta falli eitthvað þaðan af verra á borð við vændi og í raun nauðganir. Sérstaða þessara atvinnugreina breytir því ekki að það er ekkert sem segir okkur að þessum málum sé ekki víða háttað með sambærilegum hætti, jafnvel í samfélaginu í heild sinni. Þannig er launamunur kynjanna í raun ein skýrasta birtingarmynd misbeitingar í krafti kynferðis sem konur hafa alla tíð mátt þola. Hið sama má segja um stöðu kvenna í stjórnmálum sem á Íslandi virðist jafnvel vera í afturför fremur en framför ef mið er tekið af síðustu alþingiskosningum, það er að segja útkomunnar en ekki tilefnisins. Launamisrétti, kynferðisleg áreitni í starfi, takmörkun tækifæra til frama o.s.frv. allt eru þetta greinar á sama stofni samfélags sem er sérsniðið utan um karllægar þarfir, vald og vilja. Tal karlmanna og allra sem sætta sig við núverandi ástand um „svona er nú markaðurinn og lýðræðið“ fær alveg nýja merkingu í ljósi í þeirra staðreynda og alls þess sem nú er að koma í ljós í samfélaginu. Þeirra staðreynda að konur eru undirokaðar í nútíma samfélagi og þær beittar misrétti eða þaðan af verra í krafti kynferðis á hverjum degi. Allt er misréttið svo réttlætt með frösum um að konur þurfi bara að vera duglegri að koma sér áfram, sækja sér launahækkanir, starfa innan stjórnmálahreyfinga og þannig mætti áfram telja. Yfir réttlætinguna er svo lagður leyndarhjúpur vegna þess að leyndin er besti bandamaður ríkjandi valds. Launaleynd og allt að því trúarleg leyndarhyggja fyrirtækja, stofnana og atvinnugreina eru forsenda þess að viðhalda ástandinu en konurnar sem nú stíga fram undan hjúpnum og hafa hátt eru að breyta þessu öllu. Breyta samfélaginu til betri vegar fyrir okkur öll. Takk fyrir það.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Þvinganir, hótanir, áreitni, niðurlæging, ofbeldi, útilokun. Þetta er veruleiki kvenna og enginn getur lengur horft í hina áttina. Konum er nóg boðið og þær hafa fundið styrk sinn í sannleikanum og samstöðunni. Hver sagan rekur aðra vestan hafs og í Bretlandi, sænskar leikkonur sprengja skalann og íslenskar stallsystur eru einnig byrjaðar að greina frá margháttuðu kynferðislegu ofbeldi, áreiti og ógnunum sem þær hafa mátt þola. Það er í raun ekkert sem bendir sérstaklega til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi en til að mynda í Svíþjóð. Munurinn gæti falist í áherslum mótstöðuaflsins á hverjum stað og gleymum því ekki að höfum hátt byltingin kom ríkisstjórn Íslands frá völdum. Veröld kvikmynda, leiklistar, tónlistar og fleiri atvinnugreina, þar sem konur hafa verið í fararbroddi í uppljóstrunum um stöðu og framgang mála, hefur vissulega ákveðna sérstöðu. Í þessum greinum er oft mikið gert út á útlit og kynþokka og samkeppnin er hörð um að komast áfram í þessum heimi. Karllægt samfélag ýtir undir þessa hörðu samkeppni með því að stuðla að fáum tækifærum fyrir konur og viðheldur þannig valdi sínu og yfirburðum. Afleiðingin er að vilji konur komast áfram í viðkomandi atvinnugreinum þurfa þær að líkindum að þola kynferðislega áreitni eða jafnvel í versta falli eitthvað þaðan af verra á borð við vændi og í raun nauðganir. Sérstaða þessara atvinnugreina breytir því ekki að það er ekkert sem segir okkur að þessum málum sé ekki víða háttað með sambærilegum hætti, jafnvel í samfélaginu í heild sinni. Þannig er launamunur kynjanna í raun ein skýrasta birtingarmynd misbeitingar í krafti kynferðis sem konur hafa alla tíð mátt þola. Hið sama má segja um stöðu kvenna í stjórnmálum sem á Íslandi virðist jafnvel vera í afturför fremur en framför ef mið er tekið af síðustu alþingiskosningum, það er að segja útkomunnar en ekki tilefnisins. Launamisrétti, kynferðisleg áreitni í starfi, takmörkun tækifæra til frama o.s.frv. allt eru þetta greinar á sama stofni samfélags sem er sérsniðið utan um karllægar þarfir, vald og vilja. Tal karlmanna og allra sem sætta sig við núverandi ástand um „svona er nú markaðurinn og lýðræðið“ fær alveg nýja merkingu í ljósi í þeirra staðreynda og alls þess sem nú er að koma í ljós í samfélaginu. Þeirra staðreynda að konur eru undirokaðar í nútíma samfélagi og þær beittar misrétti eða þaðan af verra í krafti kynferðis á hverjum degi. Allt er misréttið svo réttlætt með frösum um að konur þurfi bara að vera duglegri að koma sér áfram, sækja sér launahækkanir, starfa innan stjórnmálahreyfinga og þannig mætti áfram telja. Yfir réttlætinguna er svo lagður leyndarhjúpur vegna þess að leyndin er besti bandamaður ríkjandi valds. Launaleynd og allt að því trúarleg leyndarhyggja fyrirtækja, stofnana og atvinnugreina eru forsenda þess að viðhalda ástandinu en konurnar sem nú stíga fram undan hjúpnum og hafa hátt eru að breyta þessu öllu. Breyta samfélaginu til betri vegar fyrir okkur öll. Takk fyrir það.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. nóvember.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun