Tímaskekkja eða ekki Jónas Sen skrifar 11. nóvember 2017 11:15 Yan Pascal Tortelier stjórnaði og undir lokin líktust tilburðir hans helst því sem sjá má á hlaupabrettunum í World Class, segir í dómnum. Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Rakhmanínoff, Gliere og Þórð Magnússon. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék, Yan Pascal Tortelier stjórnaði. Einleikari: Radek Baborák. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 9. nóvember Einn var drykkjusvín, annar letingi og fitubolla, sá þriðji tímaskekkja. Þetta ruddalega orðbragð hefur verið viðhaft um þrjú tónskáld sem áttu það sameiginlegt að hafa hætt að semja á besta aldri. Sá fyrsti hvarf ofan í viskíflösku. Annar nennti ekki lengur að semja því hann var orðinn svo ríkur, auk þess sem hann hafði meiri áhuga á mat en tónlist. Sá þriðji vildi bara skapa í gamaldags stíl sem þótti ekki spennandi. Hann var eins og „draugur sem ráfar um í framandi heimi.“ Þetta voru Sibelius, Rossini og Rakhmanínoff. Sinfónískir dansar op. 45 eftir þann síðastnefnda voru á dagskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Rakhmanínoff fæddist árið 1873 í Rússlandi. Hann var farinn að semja unaðsfagra, síðrómantíska tónlist strax á táningsaldri. Í byltingunni 1917 neyddist hann til að flýja land og flutti til Bandaríkjanna. Þar hafði hann í sig og á með tónleikahaldi, hann var jú einn besti píanóleikari sögunnar. Fyrir bragðið hafði hann ekki mikinn tíma til að semja og fann sig auk þess ekki í þeim straumum og stefnum sem þá voru í tísku í fagurtónlist. Hann lagði því tónsmíðar að mestu leyti á hilluna. Seint á ævinni samdi hann þó firnagott verk, téða Sinfóníska dansa. Þeir einkennast af dásamlegum laglínum, munúðarfullum hljómum og glæsilegri hljómsveitarraddsetningu. Flutningurinn á tónleikunum var sérlega flottur. Raddir mismunandi hljóðfærahópa voru margbrotnar. Samspilið var nákvæmt, hraðar strófur nákvæmar og heildarhljómurinn breiður. Yan Pascal Tortelier stjórnaði og undir lokin líktust tilburðir hans helst því sem sjá má á hlaupabrettunum í World Class. Það héldu honum engin bönd! Hljómsveitin greinilega hreifst með, og endapunkturinn var svo spennuþrunginn að hann var nánast eins og í geimtrylli á hvíta tjaldinu. Tvær aðrar tónsmíðar voru á dagskránni. Önnur var Námur eftir Þórð Magnússon, sem var frumflutt fyrir 7 árum síðan. Hún var heillandi, mestan partinn kyrrlát og innhverf, en þó komu fyrir fjörlegri kaflar, kannski aðallega til að brjóta upp hugleiðslukennda stemninguna. Kaflarnir voru reyndar ekki sérlega vel spilaðir af strengjaleikurum hljómsveitarinnar. Þeir voru fullir af hnökrum. Það kom þó ekki svo mikið að sök, því seinni hluti verksins heppnaðist ágætlega. Langir og myrkir hljómar voru einkar seiðandi, ýmiss konar útflúr var afar fallegt og framvindan innblásin og full af andakt. Þetta er músík sem mann langar til að heyra aftur (og þá betur spilaða). Hin tónsmíðin var konsert fyrir horn eftir Reinhold Gliere, sem var samlandi Rakhmanínoffs. Konsertinn er í rómantískum anda með þykkum hljómsveitarhljómi í hvívetna, sem vegur upp á móti einföldum, tærum hornleiknum. Einleikari var Radek Baborák, einn fremsti hornleikari heims. Segjast verður eins og er að sjaldan hefur heyrst eins fagur hornleikur hér á landi. Svo til hver einasti tónn var fullkomlega mótaður, hreinn og bjartur. Túlkunin var lifandi og einbeitt, rann áfram án nokkurrar mótstöðu. Endirinn var kröftug tilfinningasprengja, ánægjuleg og grípandi. Þetta var snilld.Niðurstaða: Hljómsveitin lék ekki alltaf nægilega vel, en tónlistin var mögnuð og einleikarinn frábær. Tónlistargagnrýni Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Rakhmanínoff, Gliere og Þórð Magnússon. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék, Yan Pascal Tortelier stjórnaði. Einleikari: Radek Baborák. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 9. nóvember Einn var drykkjusvín, annar letingi og fitubolla, sá þriðji tímaskekkja. Þetta ruddalega orðbragð hefur verið viðhaft um þrjú tónskáld sem áttu það sameiginlegt að hafa hætt að semja á besta aldri. Sá fyrsti hvarf ofan í viskíflösku. Annar nennti ekki lengur að semja því hann var orðinn svo ríkur, auk þess sem hann hafði meiri áhuga á mat en tónlist. Sá þriðji vildi bara skapa í gamaldags stíl sem þótti ekki spennandi. Hann var eins og „draugur sem ráfar um í framandi heimi.“ Þetta voru Sibelius, Rossini og Rakhmanínoff. Sinfónískir dansar op. 45 eftir þann síðastnefnda voru á dagskránni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Rakhmanínoff fæddist árið 1873 í Rússlandi. Hann var farinn að semja unaðsfagra, síðrómantíska tónlist strax á táningsaldri. Í byltingunni 1917 neyddist hann til að flýja land og flutti til Bandaríkjanna. Þar hafði hann í sig og á með tónleikahaldi, hann var jú einn besti píanóleikari sögunnar. Fyrir bragðið hafði hann ekki mikinn tíma til að semja og fann sig auk þess ekki í þeim straumum og stefnum sem þá voru í tísku í fagurtónlist. Hann lagði því tónsmíðar að mestu leyti á hilluna. Seint á ævinni samdi hann þó firnagott verk, téða Sinfóníska dansa. Þeir einkennast af dásamlegum laglínum, munúðarfullum hljómum og glæsilegri hljómsveitarraddsetningu. Flutningurinn á tónleikunum var sérlega flottur. Raddir mismunandi hljóðfærahópa voru margbrotnar. Samspilið var nákvæmt, hraðar strófur nákvæmar og heildarhljómurinn breiður. Yan Pascal Tortelier stjórnaði og undir lokin líktust tilburðir hans helst því sem sjá má á hlaupabrettunum í World Class. Það héldu honum engin bönd! Hljómsveitin greinilega hreifst með, og endapunkturinn var svo spennuþrunginn að hann var nánast eins og í geimtrylli á hvíta tjaldinu. Tvær aðrar tónsmíðar voru á dagskránni. Önnur var Námur eftir Þórð Magnússon, sem var frumflutt fyrir 7 árum síðan. Hún var heillandi, mestan partinn kyrrlát og innhverf, en þó komu fyrir fjörlegri kaflar, kannski aðallega til að brjóta upp hugleiðslukennda stemninguna. Kaflarnir voru reyndar ekki sérlega vel spilaðir af strengjaleikurum hljómsveitarinnar. Þeir voru fullir af hnökrum. Það kom þó ekki svo mikið að sök, því seinni hluti verksins heppnaðist ágætlega. Langir og myrkir hljómar voru einkar seiðandi, ýmiss konar útflúr var afar fallegt og framvindan innblásin og full af andakt. Þetta er músík sem mann langar til að heyra aftur (og þá betur spilaða). Hin tónsmíðin var konsert fyrir horn eftir Reinhold Gliere, sem var samlandi Rakhmanínoffs. Konsertinn er í rómantískum anda með þykkum hljómsveitarhljómi í hvívetna, sem vegur upp á móti einföldum, tærum hornleiknum. Einleikari var Radek Baborák, einn fremsti hornleikari heims. Segjast verður eins og er að sjaldan hefur heyrst eins fagur hornleikur hér á landi. Svo til hver einasti tónn var fullkomlega mótaður, hreinn og bjartur. Túlkunin var lifandi og einbeitt, rann áfram án nokkurrar mótstöðu. Endirinn var kröftug tilfinningasprengja, ánægjuleg og grípandi. Þetta var snilld.Niðurstaða: Hljómsveitin lék ekki alltaf nægilega vel, en tónlistin var mögnuð og einleikarinn frábær.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira