Tímaskekkja Hörður Ægisson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Flest hefur gengið Íslandi í hag á undanförnum árum. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang þá hefur verðbólga haldist vel undir markmiði Seðlabankans um langt skeið og því gefið bankanum færi á að lækka vexti í hægfara skrefum. Slíkar aðstæður eru óþekktar í hagsögu Íslands. Vaxtalækkanir Seðlabankans hafa samt ekki verið að skila sér að öllu leyti til fyrirtækja og heimila á síðustu misserum. Þetta má sjá þegar litið er til þess að vextir á fyrirtækjaskuldabréfum og útlánum fjármálastofnana til fasteignakaupa hafa ekki lækkað til samræmis við lækkanir á vöxtum Seðlabankans og ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Hvað veldur þessu? Ein ástæðan er þau innflæðishöft, eða svokallað fjárstreymistæki, sem Seðlabankinn kynnti til sögunnar í júní 2016. Samkvæmt þeim þurfa erlendir aðilar sem ætla að fjárfesta í skuldabréfum hér á landi að binda 40 prósent af fjárfestingunni á vaxtalausum reikningum í eitt ár. Afleiðingarnar voru fyrirsjáanlegar. Innflæði fjármagns í ríkisskuldabréf stöðvaðist næstu níu mánuði á eftir og beindist þess í stað í skráð hlutabréf. Þótt erlendir sjóðir séu á ný farnir að beina sjónum sínum að ríkisskuldabréfum þá er hrein fjárfesting þeirra frá áramótum hverfandi. Sýna má því skilning að stjórnvöld vilji ráða yfir stjórntæki til að aftra óhóflegu innflæði skammtímafjármagns. Enginn vill endurtaka þá atburðarás þegar fjárfestar flykktust með fjármagn til landsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins til að fjárfesta í háum vöxtum sem aftur orsakaði innstæðulausa gengisstyrkingu og kynti um leið undir ósjálfbærri skuldsetningu þjóðarbúsins með þekktum afleiðingum. Aðstæður núna eru hins vegar allt aðrar og hættan á vaxtamunarviðskiptum af slíkri stærðargráðu eru ekki fyrir hendi. Þá hefur vaxtamunur við útlönd verið að minnka á síðustu misserum samhliða því að verðbólguhorfur hafa farið batnandi, vextir Seðlabankans lækkað og útlit er fyrir minnkandi hagvöxt. Það sætir því undrum að Seðlabankinn hafi enn ekki séð ástæðu til að endurskoða innflæðishöftin, næstum átján mánuðum eftir að þau litu fyrst dagsins ljós. Það má efast um að markmið Seðlabankans hafi verið að skrúfa fyrir erlenda fjárfestingu í skuldabréfum. Það hefur hins vegar orðið reyndin sem þýðir meðal annars að krafan á ríkisskuldabréf – og þá um leið fjármögnunarkostnaður ríkissjóðs – er hærri en ella. Fjárhagslegu áhrifin einskorðast vitaskuld ekki við ríkið heldur þurfa heimili og fyrirtæki einnig að greiða hærri vexti sökum þessa. Reglur Seðlabankans um fjárstreymistækið gera jafnframt engan greinarmun á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og til dæmis fjárfestingum í fyrirtækjaskuldabréfum. Þetta er óheppilegt og mun að óbreyttu standa innviðafjárfestingum fyrir þrifum með því að skerða aðgengi að erlendri fjármögnun til að ráðast í slík langtímaverkefni. Þróunin beggja vegna Atlantsála á undanförnum árum og áratugum hefur verið sú að langtímavextir hafa farið stiglækkandi. Ísland hefur ekki verið þar nein undantekning og með þeirri breytingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins, þar sem viðvarandi viðskiptaafgangur hefur gert landið að fjármagnsútflytjanda, ættu raunvextir að halda áfram að lækka á komandi árum. Seðlabankinn hefur tafið þá þróun, meðal annars með innleiðingu strangra innflæðishafta, en hann hlýtur að breyta um kúrs áður en árið er liðið og leiðrétta þá tímaskekkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Flest hefur gengið Íslandi í hag á undanförnum árum. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang þá hefur verðbólga haldist vel undir markmiði Seðlabankans um langt skeið og því gefið bankanum færi á að lækka vexti í hægfara skrefum. Slíkar aðstæður eru óþekktar í hagsögu Íslands. Vaxtalækkanir Seðlabankans hafa samt ekki verið að skila sér að öllu leyti til fyrirtækja og heimila á síðustu misserum. Þetta má sjá þegar litið er til þess að vextir á fyrirtækjaskuldabréfum og útlánum fjármálastofnana til fasteignakaupa hafa ekki lækkað til samræmis við lækkanir á vöxtum Seðlabankans og ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Hvað veldur þessu? Ein ástæðan er þau innflæðishöft, eða svokallað fjárstreymistæki, sem Seðlabankinn kynnti til sögunnar í júní 2016. Samkvæmt þeim þurfa erlendir aðilar sem ætla að fjárfesta í skuldabréfum hér á landi að binda 40 prósent af fjárfestingunni á vaxtalausum reikningum í eitt ár. Afleiðingarnar voru fyrirsjáanlegar. Innflæði fjármagns í ríkisskuldabréf stöðvaðist næstu níu mánuði á eftir og beindist þess í stað í skráð hlutabréf. Þótt erlendir sjóðir séu á ný farnir að beina sjónum sínum að ríkisskuldabréfum þá er hrein fjárfesting þeirra frá áramótum hverfandi. Sýna má því skilning að stjórnvöld vilji ráða yfir stjórntæki til að aftra óhóflegu innflæði skammtímafjármagns. Enginn vill endurtaka þá atburðarás þegar fjárfestar flykktust með fjármagn til landsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins til að fjárfesta í háum vöxtum sem aftur orsakaði innstæðulausa gengisstyrkingu og kynti um leið undir ósjálfbærri skuldsetningu þjóðarbúsins með þekktum afleiðingum. Aðstæður núna eru hins vegar allt aðrar og hættan á vaxtamunarviðskiptum af slíkri stærðargráðu eru ekki fyrir hendi. Þá hefur vaxtamunur við útlönd verið að minnka á síðustu misserum samhliða því að verðbólguhorfur hafa farið batnandi, vextir Seðlabankans lækkað og útlit er fyrir minnkandi hagvöxt. Það sætir því undrum að Seðlabankinn hafi enn ekki séð ástæðu til að endurskoða innflæðishöftin, næstum átján mánuðum eftir að þau litu fyrst dagsins ljós. Það má efast um að markmið Seðlabankans hafi verið að skrúfa fyrir erlenda fjárfestingu í skuldabréfum. Það hefur hins vegar orðið reyndin sem þýðir meðal annars að krafan á ríkisskuldabréf – og þá um leið fjármögnunarkostnaður ríkissjóðs – er hærri en ella. Fjárhagslegu áhrifin einskorðast vitaskuld ekki við ríkið heldur þurfa heimili og fyrirtæki einnig að greiða hærri vexti sökum þessa. Reglur Seðlabankans um fjárstreymistækið gera jafnframt engan greinarmun á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og til dæmis fjárfestingum í fyrirtækjaskuldabréfum. Þetta er óheppilegt og mun að óbreyttu standa innviðafjárfestingum fyrir þrifum með því að skerða aðgengi að erlendri fjármögnun til að ráðast í slík langtímaverkefni. Þróunin beggja vegna Atlantsála á undanförnum árum og áratugum hefur verið sú að langtímavextir hafa farið stiglækkandi. Ísland hefur ekki verið þar nein undantekning og með þeirri breytingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins, þar sem viðvarandi viðskiptaafgangur hefur gert landið að fjármagnsútflytjanda, ættu raunvextir að halda áfram að lækka á komandi árum. Seðlabankinn hefur tafið þá þróun, meðal annars með innleiðingu strangra innflæðishafta, en hann hlýtur að breyta um kúrs áður en árið er liðið og leiðrétta þá tímaskekkju.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun