Þetta kostaði skólann þeirra 26 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 12:30 Sigurstund hjá Auburn. Vísir/Getty Auburn háskólaliðið vann frábæran sigur á besta liði landsins, Alabama, í úrslitaleiknum um Járnskálina í ameríska háskólafótboltanum um helgina. Auburn og Alabama eru miklir erkifjendur í háskólaboltanum og þetta var auk þess sigur í árlegum úrslitaleik skólanna um Iron Bowl og jafnframt sigur á liði sem hafði ekki tapað leik á tímabilinu. Gleðin og ánægjan var því mikil hjá stuðningsmönnum Auburn sem réðu ekki við sig í leikslok og hlupu inn á völlinn til að fagna sigrinum. Leikurinn fór fram á heimavelli Auburn en Jordan–Hare leikvangurinn tekur yfir 87 þúsund manns. Það var því nóg af fólki á vellinum eftir leikinn. Eins og sést hér fyrir neðan þá bauð þetta upp á magnaðar myndir af sigurstund Auburn-liðsins.W.#WarEaglepic.twitter.com/XpYq7jx6DE — Auburn Football (@AuburnFootball) November 26, 2017 Þetta hafði líka sínar afleiðingar fyrir Auburn háskólann sem fékk stóra sekt fyrir hegðun stuðningsfólks síns. Það er stranglega bannað fyrir áhorfendur að koma inn á völlinn og á það jafnt við í leikslok sem og á meðan leik stendur. Það mótmælir því enginn enda skapar það stórhættulegar aðstæður þegar svo mikið af hoppandi glöðu fólki er komið saman og öryggisverðir og lögreglan ræður ekki við neitt. Auburn háskólinn fékk 250 þúsund dollara sekt fyrir vikið sem eru tæpar 26 milljónir íslenskra króna. Þetta uppátæki kostaði því sitt en bjó til eftirminnilega sigurstund.Photo Of The Night: Bama Goes Down At Auburn ( by Don Hardyman III) pic.twitter.com/dymL7d8rkG — Darren Rovell (@darrenrovell) November 26, 2017Vísir/Getty Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Auburn háskólaliðið vann frábæran sigur á besta liði landsins, Alabama, í úrslitaleiknum um Járnskálina í ameríska háskólafótboltanum um helgina. Auburn og Alabama eru miklir erkifjendur í háskólaboltanum og þetta var auk þess sigur í árlegum úrslitaleik skólanna um Iron Bowl og jafnframt sigur á liði sem hafði ekki tapað leik á tímabilinu. Gleðin og ánægjan var því mikil hjá stuðningsmönnum Auburn sem réðu ekki við sig í leikslok og hlupu inn á völlinn til að fagna sigrinum. Leikurinn fór fram á heimavelli Auburn en Jordan–Hare leikvangurinn tekur yfir 87 þúsund manns. Það var því nóg af fólki á vellinum eftir leikinn. Eins og sést hér fyrir neðan þá bauð þetta upp á magnaðar myndir af sigurstund Auburn-liðsins.W.#WarEaglepic.twitter.com/XpYq7jx6DE — Auburn Football (@AuburnFootball) November 26, 2017 Þetta hafði líka sínar afleiðingar fyrir Auburn háskólann sem fékk stóra sekt fyrir hegðun stuðningsfólks síns. Það er stranglega bannað fyrir áhorfendur að koma inn á völlinn og á það jafnt við í leikslok sem og á meðan leik stendur. Það mótmælir því enginn enda skapar það stórhættulegar aðstæður þegar svo mikið af hoppandi glöðu fólki er komið saman og öryggisverðir og lögreglan ræður ekki við neitt. Auburn háskólinn fékk 250 þúsund dollara sekt fyrir vikið sem eru tæpar 26 milljónir íslenskra króna. Þetta uppátæki kostaði því sitt en bjó til eftirminnilega sigurstund.Photo Of The Night: Bama Goes Down At Auburn ( by Don Hardyman III) pic.twitter.com/dymL7d8rkG — Darren Rovell (@darrenrovell) November 26, 2017Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira