Segist hafa hafnað „hugsanlegu“ tilboði um manneskju ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti ber blendnar tilfinningar til tímaritsins Time. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið símtal frá tímaritinu Time þar sem honum var tjáð að hann yrði „hugsanlega“ valinn „manneskja ársins.“ Talsmenn tímaritsins hrekja hins vegar þessar yfirlýsingar forsetans. Vals Time-tímaritsins á „manneskju ársins“ er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu og þykir útnefningin mikill heiður. Trump hlaut sjálfur titilinn í fyrra og sat fyrir á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni „forseti sundraðra Bandaríkja.“ Trump segir tímaritið nú hafa „hugsanlega“ boðið honum titilinn annað árið í röð en forsetinn greindi frá málinu á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði þó „hugsanlega“ útnefningu ekki nógu góða og því hafi hann ákveðið að hafna boðinu. „Tímaritið Time hringdi til að segja mér að ég yrði HUGSANLEGA valinn „Maður (Manneskja) ársins“ eins og í fyrra, en að ég yrði að fallast á viðtal og umfangsmikla myndatöku. Ég sagði að „hugsanlega“ væri ekki nógu gott og sat hjá. Takk samt!“ ritaði forsetinn.Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017 Tímaritið svaraði þó þessari fullyrðingu forsetans strax í gær og segir hann fara með rangt mál. Þessi háttur sé ekki hafður á við val á manneskju ársins og að Time muni enn fremur ekki ræða val sitt fyrr en á útgáfudegi, þann 6. desember næstkomandi.The President is incorrect about how we choose Person of the Year. TIME does not comment on our choice until publication, which is December 6.— TIME (@TIME) November 25, 2017 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um val Time-tímaritisins á manneskju ársins. Hann brást illa við árið 2015 þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hlaut titilinn en hann sagði hana vera að „eyðileggja Þýskaland.“ Þá hefur hann margoft hvatt tímaritið til að útnefna sjálfan sig og á móti gagnrýnt það harðlega fyrir að útnefna sig ekki.I told you @TIME Magazine would never pick me as person of the year despite being the big favorite They picked person who is ruining Germany— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2015 Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í sumar að forsíður Time-tímaritsins hangi á veggjum nokkurra golfklúbba í eigu forsetans. Trump er sjálfur á téðum myndum og fyrirsagnir gefa til kynna að hann hafi verið valinn manneskja ársins. Time-tímaritið kannast þó ekki við umræddar forsíðumyndir. Donald Trump Tengdar fréttir Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið símtal frá tímaritinu Time þar sem honum var tjáð að hann yrði „hugsanlega“ valinn „manneskja ársins.“ Talsmenn tímaritsins hrekja hins vegar þessar yfirlýsingar forsetans. Vals Time-tímaritsins á „manneskju ársins“ er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu og þykir útnefningin mikill heiður. Trump hlaut sjálfur titilinn í fyrra og sat fyrir á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni „forseti sundraðra Bandaríkja.“ Trump segir tímaritið nú hafa „hugsanlega“ boðið honum titilinn annað árið í röð en forsetinn greindi frá málinu á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði þó „hugsanlega“ útnefningu ekki nógu góða og því hafi hann ákveðið að hafna boðinu. „Tímaritið Time hringdi til að segja mér að ég yrði HUGSANLEGA valinn „Maður (Manneskja) ársins“ eins og í fyrra, en að ég yrði að fallast á viðtal og umfangsmikla myndatöku. Ég sagði að „hugsanlega“ væri ekki nógu gott og sat hjá. Takk samt!“ ritaði forsetinn.Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017 Tímaritið svaraði þó þessari fullyrðingu forsetans strax í gær og segir hann fara með rangt mál. Þessi háttur sé ekki hafður á við val á manneskju ársins og að Time muni enn fremur ekki ræða val sitt fyrr en á útgáfudegi, þann 6. desember næstkomandi.The President is incorrect about how we choose Person of the Year. TIME does not comment on our choice until publication, which is December 6.— TIME (@TIME) November 25, 2017 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um val Time-tímaritisins á manneskju ársins. Hann brást illa við árið 2015 þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hlaut titilinn en hann sagði hana vera að „eyðileggja Þýskaland.“ Þá hefur hann margoft hvatt tímaritið til að útnefna sjálfan sig og á móti gagnrýnt það harðlega fyrir að útnefna sig ekki.I told you @TIME Magazine would never pick me as person of the year despite being the big favorite They picked person who is ruining Germany— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2015 Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í sumar að forsíður Time-tímaritsins hangi á veggjum nokkurra golfklúbba í eigu forsetans. Trump er sjálfur á téðum myndum og fyrirsagnir gefa til kynna að hann hafi verið valinn manneskja ársins. Time-tímaritið kannast þó ekki við umræddar forsíðumyndir.
Donald Trump Tengdar fréttir Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25