Fyrst Ronaldo og svo Ragnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Við Íslendingar þurfum oftast sundrung til þess að geta staðið saman. Við höfum ekki staðið saman undanfarnar vikur og mánuði enda frekar ljótar kosningar að baki og stjórnarmyndunarviðræður í gangi. Þar er ekki bara lítil samstaða á milli fólksins í landinu heldur bara engin innan sumra flokkanna sem ætla sér að reyna að stjórna landinu saman. Bara geggjuð staða í gangi. Ætli frægasti ekki frægi maður landsins síðustu daga, viðskiptafræðingurinn Ragnar Önundarson, hafi verið orðinn svona þreyttur á þessari sundrung þjóðarinnar að hann ákvað að kippa því í liðinn með einni Facebook-færslu? Nei, auðvitað ekki. Hann er bara miðaldra hvítur karlmaður sem telur sig mega segja hvað sem hann vill. Þessi ævintýralega heimskulegu fornaldarummæli hans um þingkonuna ágætu úr Árbænum sameinuðu samt þjóðina í rúmlega eina kvöldstund. Öll gleymdum við hvað við hötum þennan og hinn stjórnmálaflokk og verðandi jólastressið var hvergi í huga neins. Öll sameinuðumst við að vera reið út í Ragnar. Eða svona flest allavega. Við erum alveg rosalega góð sem þjóð í að tryllast út í þá sem vilja okkur illt, hvort sem það er misskilið eða ekki. Gleymum ekki þegar Cristiano Ronaldo, sá annars dýrkaði og dáði fótboltamaður, gerði lítið úr Aroni Einari Gunnarssyni á EM í fyrra. Þá varð Ronaldo óvinur þjóðar enda skal koma fram af sæmd við fyrirliða íslensku þjóðarinnar. Hvort sem það er Ronaldo eða Ragnar þá þýðir ekkert að fara upp á móti íslensku þjóðinni þegar hún stendur saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Við Íslendingar þurfum oftast sundrung til þess að geta staðið saman. Við höfum ekki staðið saman undanfarnar vikur og mánuði enda frekar ljótar kosningar að baki og stjórnarmyndunarviðræður í gangi. Þar er ekki bara lítil samstaða á milli fólksins í landinu heldur bara engin innan sumra flokkanna sem ætla sér að reyna að stjórna landinu saman. Bara geggjuð staða í gangi. Ætli frægasti ekki frægi maður landsins síðustu daga, viðskiptafræðingurinn Ragnar Önundarson, hafi verið orðinn svona þreyttur á þessari sundrung þjóðarinnar að hann ákvað að kippa því í liðinn með einni Facebook-færslu? Nei, auðvitað ekki. Hann er bara miðaldra hvítur karlmaður sem telur sig mega segja hvað sem hann vill. Þessi ævintýralega heimskulegu fornaldarummæli hans um þingkonuna ágætu úr Árbænum sameinuðu samt þjóðina í rúmlega eina kvöldstund. Öll gleymdum við hvað við hötum þennan og hinn stjórnmálaflokk og verðandi jólastressið var hvergi í huga neins. Öll sameinuðumst við að vera reið út í Ragnar. Eða svona flest allavega. Við erum alveg rosalega góð sem þjóð í að tryllast út í þá sem vilja okkur illt, hvort sem það er misskilið eða ekki. Gleymum ekki þegar Cristiano Ronaldo, sá annars dýrkaði og dáði fótboltamaður, gerði lítið úr Aroni Einari Gunnarssyni á EM í fyrra. Þá varð Ronaldo óvinur þjóðar enda skal koma fram af sæmd við fyrirliða íslensku þjóðarinnar. Hvort sem það er Ronaldo eða Ragnar þá þýðir ekkert að fara upp á móti íslensku þjóðinni þegar hún stendur saman.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun