Segir lægri skattheimtu og aukin útgjöld enda með ósköpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 15:50 Oddný segist vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. vísir/Anton Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“ Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“
Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira