Hæstiréttur sendir mál Árna Gils aftur heim í hérað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2017 15:27 Árni með verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni í Hæstarétti í síðustu viku. Vísir/Eyþór Hæstiréttur hefur vísað máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni aftur heim í hérað. Það verður því tekið til meðferðar aftur. Héraðsdómur hefur verið felldur úr gildi og verður málið aftur flutt fyrir fjölskipuðum héraðsdómi, þ.e. þriggja dómara í stað eins. Þetta staðfestir Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, í samtali við Vísi. „Við fögnum þessu. Rangur dómur hefur verið felldur úr gildi,“ segir Oddgeir í samtali við Vísi. Árni fékk fjögurra ára skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst þar sem hann var sakfelldur fyrir þrjú brot. Meðal annars tilraun til manndráps í Breiðholti í mars. Þar var Árna gefið að sök að hafa stungið mann í höfuðið með hníf í átökum á milli þeirra. Áfrýjun vegna brotanna þriggja var tekin fyrir í Hæstarétti í síðustu viku og dómur kveðinn upp í dag. Hæstiréttur staðfesti tvö brotanna, sem sneru að líkamsárás og að hafa hrækt á lögregluþjón. Fékk hann fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir brotin. Þá voru bætur til brotaþola í líkamsárásarmálinu hækkaðar úr hálfri milljón króna í eina. Hæstiréttur vísaði þriðja brotinu og því alvarlegasta, fyrir tilraun til manndráps, aftur heim í hérað.Hjalti Úrsus, faðir Árna, gerði heimildarmynd um mál sonar síns og hefur sakað saksóknara og lögreglu um dómsmorð.Vísir/EyþórPabbi gerði heimildarmynd Árni neitaði alltaf sök og gekk faðir hans, kraftakarlinn Hjalti Úrsus Árnason, hart fram í því að sýna fram á að sonur hans hefði ekki reynt að verða manni að bana. Tók hann meðal annars upp 25 mínútna heimildarmynd í þeim tilgangi. Alvarlegasta brotið sem Árni var sakfelldur fyrir í héraði var líkamsárásin sem átti sér stað fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti aðfaranótt 5. mars. Í henni hlaut maður áverka á höfði þannig að blæddi úr slagæð og flísaðist upp úr höfuðkúpu hans. Aðdragandi þess var sá að Árni fór að hitta æskuvinkonu sína á bílastæðinu við sjoppuna en hann var þá á bílnum hennar og með hund hennar. Konan var þá stödd í samkvæmi og fór brotaþoli með henni út að hitta Árna. Ágreiningur ríkir um hvað gerðist þegar fólkið hittist á bílastæði við sjoppuna. Óumdeilt er að til átaka kom á milli Árna og mannsins en aðilum málsins og vitnum ber ekki saman um hvernig þau þróuðust. Breyttist framburður sumra frá skýrslutöku hjá lögreglu og svo fyrir dómi.Hæstiréttur telur héraðsdóm ekki hafa staðið nógu vel í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni.Vísir/GVAEkki útilokað að um slys hefði verið að ræðaÍ reifun Hæstaréttar kemur fram að niðurstaða málsins er varðar tilraun til manndráps yrði að ráðast af því hvort lagt yrði til grundvallar að Árni Gils hefði haldið á hnífnum og lagt með honum til mannsins eða hvort maðurinn hefði haldið á hnífnum og hann rekist í höfuð hans í átökunum.Til að komast að niðurstöðu um þetta hefði héraðsdómur orðið að taka rökstudda afstöðu til trúverðugleika framburðar Árna Gils annars vegar og mannsins hins vegar með tilliti til gagna málsins. Það hefði hins vegar ekki verið gert og yrði ekki úr því bætt fyrir Hæstarétti, en í ljósi þessa hefði jafnframt verið rétt að héraðsdómur væri skipaður þremur dómurum, þ.e. væri fjölskipaður. Aðeins einn dómari kvað upp dóminn í máli Árna í héraði, Arngrímur Ísberg.Þá benti Hæstiréttur jafnframt á að ekki hefði verið sérstaklega rannsakað hvort það högg, sem talið var að þurft hefði til að veita manninum þá höfuðáverka er um ræddi, hefði getað myndast við það að Árni Gils hefði fellt manninn og þeir skollið saman í jörðina, eins og Árni Gils lýsi. Út frá þessu taldi Hæstiréttur ekki unnt að slá því föstu að útilokað væri að hnífurinn hefði rekist í manninn fyrir slysni í átökunum. Því taldi Hæstiréttur ómögulegt annað en að ómerkja dóminn í héraði og meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar. Verður það því flutt á ný fyrir þremur dómurum.Dóm Hæstaréttar má sjá hér að neðan. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni aftur heim í hérað. Það verður því tekið til meðferðar aftur. Héraðsdómur hefur verið felldur úr gildi og verður málið aftur flutt fyrir fjölskipuðum héraðsdómi, þ.e. þriggja dómara í stað eins. Þetta staðfestir Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, í samtali við Vísi. „Við fögnum þessu. Rangur dómur hefur verið felldur úr gildi,“ segir Oddgeir í samtali við Vísi. Árni fékk fjögurra ára skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst þar sem hann var sakfelldur fyrir þrjú brot. Meðal annars tilraun til manndráps í Breiðholti í mars. Þar var Árna gefið að sök að hafa stungið mann í höfuðið með hníf í átökum á milli þeirra. Áfrýjun vegna brotanna þriggja var tekin fyrir í Hæstarétti í síðustu viku og dómur kveðinn upp í dag. Hæstiréttur staðfesti tvö brotanna, sem sneru að líkamsárás og að hafa hrækt á lögregluþjón. Fékk hann fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir brotin. Þá voru bætur til brotaþola í líkamsárásarmálinu hækkaðar úr hálfri milljón króna í eina. Hæstiréttur vísaði þriðja brotinu og því alvarlegasta, fyrir tilraun til manndráps, aftur heim í hérað.Hjalti Úrsus, faðir Árna, gerði heimildarmynd um mál sonar síns og hefur sakað saksóknara og lögreglu um dómsmorð.Vísir/EyþórPabbi gerði heimildarmynd Árni neitaði alltaf sök og gekk faðir hans, kraftakarlinn Hjalti Úrsus Árnason, hart fram í því að sýna fram á að sonur hans hefði ekki reynt að verða manni að bana. Tók hann meðal annars upp 25 mínútna heimildarmynd í þeim tilgangi. Alvarlegasta brotið sem Árni var sakfelldur fyrir í héraði var líkamsárásin sem átti sér stað fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti aðfaranótt 5. mars. Í henni hlaut maður áverka á höfði þannig að blæddi úr slagæð og flísaðist upp úr höfuðkúpu hans. Aðdragandi þess var sá að Árni fór að hitta æskuvinkonu sína á bílastæðinu við sjoppuna en hann var þá á bílnum hennar og með hund hennar. Konan var þá stödd í samkvæmi og fór brotaþoli með henni út að hitta Árna. Ágreiningur ríkir um hvað gerðist þegar fólkið hittist á bílastæði við sjoppuna. Óumdeilt er að til átaka kom á milli Árna og mannsins en aðilum málsins og vitnum ber ekki saman um hvernig þau þróuðust. Breyttist framburður sumra frá skýrslutöku hjá lögreglu og svo fyrir dómi.Hæstiréttur telur héraðsdóm ekki hafa staðið nógu vel í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni.Vísir/GVAEkki útilokað að um slys hefði verið að ræðaÍ reifun Hæstaréttar kemur fram að niðurstaða málsins er varðar tilraun til manndráps yrði að ráðast af því hvort lagt yrði til grundvallar að Árni Gils hefði haldið á hnífnum og lagt með honum til mannsins eða hvort maðurinn hefði haldið á hnífnum og hann rekist í höfuð hans í átökunum.Til að komast að niðurstöðu um þetta hefði héraðsdómur orðið að taka rökstudda afstöðu til trúverðugleika framburðar Árna Gils annars vegar og mannsins hins vegar með tilliti til gagna málsins. Það hefði hins vegar ekki verið gert og yrði ekki úr því bætt fyrir Hæstarétti, en í ljósi þessa hefði jafnframt verið rétt að héraðsdómur væri skipaður þremur dómurum, þ.e. væri fjölskipaður. Aðeins einn dómari kvað upp dóminn í máli Árna í héraði, Arngrímur Ísberg.Þá benti Hæstiréttur jafnframt á að ekki hefði verið sérstaklega rannsakað hvort það högg, sem talið var að þurft hefði til að veita manninum þá höfuðáverka er um ræddi, hefði getað myndast við það að Árni Gils hefði fellt manninn og þeir skollið saman í jörðina, eins og Árni Gils lýsi. Út frá þessu taldi Hæstiréttur ekki unnt að slá því föstu að útilokað væri að hnífurinn hefði rekist í manninn fyrir slysni í átökunum. Því taldi Hæstiréttur ómögulegt annað en að ómerkja dóminn í héraði og meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar. Verður það því flutt á ný fyrir þremur dómurum.Dóm Hæstaréttar má sjá hér að neðan.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42 Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Sjá meira
Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifssjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. 9. ágúst 2017 19:42
Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30
Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33