Hafnað að fjarlægja tíkina Rökkvu af heimili sínu þrátt fyrir bit Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Rökkva er af tegundinni Alaskan Malamute. Það skal tekið fram að hundurinn á myndinni er ekki Rökkva heldur er þetta þýskur hundur af sömu tegund. vísir/getty Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). Álfhólsvegur 145 er tvíbýli og býr Rökkva, sem er af tegundinni Alaskan Malamute, á neðri hæð hjá eigendum og þremur öðrum hundum. Á efri hæðinni er tvo hunda að finna en þeir eru í eigu Semu Erlu Serdar. Atvik málsins eru þau að í mars á þessu ári var annar hunda Semu úti í garði ásamt Rökkvu. Niðurstaðan varð sú að Rökkva beit hundinn og Semu. Sex mánuðum síðar beit Rökkva hinn hund Semu. „[Sema] þori ekki inn á lóðina nema hún viti að enginn sé heima á neðri hæðinni þar sem íbúar þar hafi haldið áfram að hleypa hundunum eftirlitslausum út, einnig hundinum sem hafi bitið kæranda,“ segir meðal annars í rökstuðningi Semu fyrir nefndinni. Í athugasemdum eigenda Rökkvu segir að henni standi ógn af öðrum hundum og hún bregðist við þeim á árásargjarnan hátt. Í bæði skiptin sem óhöpp hafi orðið hafi íbúi efri hæðarinnar sett hunda sína út á meðan þeirra hundar voru úti. Niðurstaða heilbrigðisnefndar, sem kærð var til ÚUA, fól í sér að Rökkva væri send í atferlismat. Ekki þótti ástæða til að fjarlægja hana. Þá sagði nefndin að auðveldlega mætti koma í veg fyrir rimmur af þessu tagi. „Ég er búin að grípa til ráðstafana svo við lendum ekki oftar í þessum hundi. Ég er auðvitað ekki sátt við úrskurðinn,“ segir Sema Erla en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira
Hundurinn Rökkva verður ekki fjarlægður af heimili sínu að Álfhólsvegi 145. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í umhverfis- og auðlindamálum (ÚUA). Álfhólsvegur 145 er tvíbýli og býr Rökkva, sem er af tegundinni Alaskan Malamute, á neðri hæð hjá eigendum og þremur öðrum hundum. Á efri hæðinni er tvo hunda að finna en þeir eru í eigu Semu Erlu Serdar. Atvik málsins eru þau að í mars á þessu ári var annar hunda Semu úti í garði ásamt Rökkvu. Niðurstaðan varð sú að Rökkva beit hundinn og Semu. Sex mánuðum síðar beit Rökkva hinn hund Semu. „[Sema] þori ekki inn á lóðina nema hún viti að enginn sé heima á neðri hæðinni þar sem íbúar þar hafi haldið áfram að hleypa hundunum eftirlitslausum út, einnig hundinum sem hafi bitið kæranda,“ segir meðal annars í rökstuðningi Semu fyrir nefndinni. Í athugasemdum eigenda Rökkvu segir að henni standi ógn af öðrum hundum og hún bregðist við þeim á árásargjarnan hátt. Í bæði skiptin sem óhöpp hafi orðið hafi íbúi efri hæðarinnar sett hunda sína út á meðan þeirra hundar voru úti. Niðurstaða heilbrigðisnefndar, sem kærð var til ÚUA, fól í sér að Rökkva væri send í atferlismat. Ekki þótti ástæða til að fjarlægja hana. Þá sagði nefndin að auðveldlega mætti koma í veg fyrir rimmur af þessu tagi. „Ég er búin að grípa til ráðstafana svo við lendum ekki oftar í þessum hundi. Ég er auðvitað ekki sátt við úrskurðinn,“ segir Sema Erla en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira