Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2017 14:32 Suranga Lakmal, leikmaður Sri Lanka, ældi á völlinn í Nýju-Delí, svo megn var mengunin í loftinu. Vísir/AFP Indversk stjórnvöld stefna nú að því að reyna að draga úr loftmengun í höfuðborginni Nýju-Delí fyrir næsta vetur. Mikil mengunarþoka legst yfir borgina á hverjum vetri með skaðlegum áhrifum fyrri heilsu fólks. Tveir krikketleikmenn seldu upp í leik í borginni vegna mengunarinnar í gær. Bruni á uppskeru í nærliggjandi sveitum, útblástur farartækja, losun frá iðnaði og ryk frá framkvæmdum legst á eitt um að mynda mengunarský yfir borginni, sérstaklega þegar kólnar í veðri á veturna.Reuters-fréttastofan segir að starfshópur á vegum Narendra Modi, forsætisráðherra, vinni nú að aðgerðum til að draga úr menguninni fyrir næsta vetur. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur boðið út tæknibúnað til að hreinsa útblástur frá tveimur kolaorkuverum nærri Nýju-Delí.Þegar kólna tekur í veðri á veturna og minni hreyfing er á loftinu er hætta á að mengunarpollur myndist yfir Nýju-Delí eins og nú hefur gerst.Vísir/AFPUmhverfisverndarsinnar segja aðgerðirnar hins vegar ganga of skammt. Sunil Dahiya, einn stjórnenda Grænfriðunga á Indlandi, segir að stjórnvöld hafi gefið kolaorkuverum tveggja ára frest til að draga úr mengun sem rennur út í þessum mánuði. Ekkert hafi hins vegar gerst. „Stærsta hindrunin í vegi þess að hreinsa loftið á Indlandi er skortur á pólitískum vilja,“ segir Dahiya. Styrkur fíns svifryks í Nýju-Delí var rúmlega fjórum sinnum hærri en heilbrigt er talið. Þegar Sri Lanka og Indland öttu kappi í krikket í gær ældu tveir leikmenn á vellinum. Leikmenn Sri Lanka voru með andlitsmaska í leiknum. Liðið hefur kvartað til Alþjóðakrikketráðsins. Leikmenn liðsins seldu einnig upp þegar liðin kepptu um helgina. Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Indversk stjórnvöld stefna nú að því að reyna að draga úr loftmengun í höfuðborginni Nýju-Delí fyrir næsta vetur. Mikil mengunarþoka legst yfir borgina á hverjum vetri með skaðlegum áhrifum fyrri heilsu fólks. Tveir krikketleikmenn seldu upp í leik í borginni vegna mengunarinnar í gær. Bruni á uppskeru í nærliggjandi sveitum, útblástur farartækja, losun frá iðnaði og ryk frá framkvæmdum legst á eitt um að mynda mengunarský yfir borginni, sérstaklega þegar kólnar í veðri á veturna.Reuters-fréttastofan segir að starfshópur á vegum Narendra Modi, forsætisráðherra, vinni nú að aðgerðum til að draga úr menguninni fyrir næsta vetur. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur boðið út tæknibúnað til að hreinsa útblástur frá tveimur kolaorkuverum nærri Nýju-Delí.Þegar kólna tekur í veðri á veturna og minni hreyfing er á loftinu er hætta á að mengunarpollur myndist yfir Nýju-Delí eins og nú hefur gerst.Vísir/AFPUmhverfisverndarsinnar segja aðgerðirnar hins vegar ganga of skammt. Sunil Dahiya, einn stjórnenda Grænfriðunga á Indlandi, segir að stjórnvöld hafi gefið kolaorkuverum tveggja ára frest til að draga úr mengun sem rennur út í þessum mánuði. Ekkert hafi hins vegar gerst. „Stærsta hindrunin í vegi þess að hreinsa loftið á Indlandi er skortur á pólitískum vilja,“ segir Dahiya. Styrkur fíns svifryks í Nýju-Delí var rúmlega fjórum sinnum hærri en heilbrigt er talið. Þegar Sri Lanka og Indland öttu kappi í krikket í gær ældu tveir leikmenn á vellinum. Leikmenn Sri Lanka voru með andlitsmaska í leiknum. Liðið hefur kvartað til Alþjóðakrikketráðsins. Leikmenn liðsins seldu einnig upp þegar liðin kepptu um helgina.
Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17
Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01
Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09