Afmælisveislan hefst kl. 17:00.
Fyrstu 100 viðskiptavinirnir fá varalit að gjöf, og þeir sem kaupa þrjár varalitavörur frá merkinu fá fallega snyrtiöskju með spegli að gjöf, meðan birgðir endast. Í tilefni afmælisins er svo 20% afsláttur af vörum frá NYX Prof, og því kjörið að klára jólagjafirnar eða fylla á snyrtitöskuna.
Birna Magg, Lilja Þorvarðardóttir, Helena Reynis og Alexander Sigfússon verða á staðnum og sýna þeirra uppáhalds snyrtivörur frá merkinu, og mun Alexander sýna hátíðarförðun með NYX Professional Makeup vörum kl. 18:00.
Sara og Silla frá Reykjavík Makeup School munu einnig mæta og deila með gestum ýmsum góðum ráðum.
400 nýjar vörur hafa bæst við verslunina og því nóg um að velja.





