Björn Ulvaeus fagnar #Metoo: „Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:30 Björn Ulvaeus fagnar opinni umræðu um kynferðislega áreitni og er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í henni. Vísir/EPA Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa. Hann segist hafa litið yfir farinn veg og hugsað hvernig hann hafi komið fram við konur. Ulvaeus fer yfir #Metoo í skoðanapistli í Svenska Dagbladet. „Ég tek eftir því að ég staldra við og hugsa: Er ég hávær? Er ég of fyrirferðarmikill? Fundur tveggja kvenna og fimm karla. Er það tilhneiging karlanna að grípa fram í fyrir konunum, eða þá að þær segi ekki það sem þær hefðu ætlað að segja?“ Björn er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í ABBA, þeim Agnethu, Anni-Frid og Benny.Vísir/Getty „Þetta gerði ég aldrei áður en #Metoo byltingin kom. En hversu hressandi er að gera það og hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki fyrr?“ Fagnar því að upplifa #Metoo Ulvaeus, sem er orðinn 72 ára gamall, segist þakklátur fyrir að fá að upplifa þess umræðu. „Margir héldu að krafturinn myndi minnka, en hann hélt áfram og það vekur hjá manni von. Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna. #Metoo er sögulegur vendipunktur. Að hugsa sér að maður fái að vera með!" #Metoo átakið hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð, heimalandi Ulvaeus, þar sem þúsundir kvenna úr ýmsum starfstéttum, þar á meðal tónlistarheiminum, hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér á landi hafa konur einnig stigið fram. Frásagnir stjórnmálakvenna, kvenna innan sviðslista og kvikmyndaiðnaðar hafa til að mynda verið áberandi. Þá hafa konur í vísindum einnig birt sögur af áreitni og eru samtöl milli kvenna úr ýmsum öðrum stéttum einnig að eiga sér stað. Björn Ulvaeus var sem fyrr segir hluti af hljómsveitinn ABBA sem naut gríðarlega vinsælda um heim allan á áttunda áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má heyra eitt frægasta lag þeirra. MeToo Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Björn Ulvaeus, einn stofnanda goðsagnakenndu hljómsveitarinnar ABBA, segir að #metoo átakið hafi fengið hann til að staldra við og hugsa. Hann segist hafa litið yfir farinn veg og hugsað hvernig hann hafi komið fram við konur. Ulvaeus fer yfir #Metoo í skoðanapistli í Svenska Dagbladet. „Ég tek eftir því að ég staldra við og hugsa: Er ég hávær? Er ég of fyrirferðarmikill? Fundur tveggja kvenna og fimm karla. Er það tilhneiging karlanna að grípa fram í fyrir konunum, eða þá að þær segi ekki það sem þær hefðu ætlað að segja?“ Björn er hér lengst til vinstri ásamt félögum sínum í ABBA, þeim Agnethu, Anni-Frid og Benny.Vísir/Getty „Þetta gerði ég aldrei áður en #Metoo byltingin kom. En hversu hressandi er að gera það og hvers vegna í ósköpunum gerði ég það ekki fyrr?“ Fagnar því að upplifa #Metoo Ulvaeus, sem er orðinn 72 ára gamall, segist þakklátur fyrir að fá að upplifa þess umræðu. „Margir héldu að krafturinn myndi minnka, en hann hélt áfram og það vekur hjá manni von. Í þetta skiptið munu raddirnar ekki þagna. #Metoo er sögulegur vendipunktur. Að hugsa sér að maður fái að vera með!" #Metoo átakið hefur verið mjög áberandi í Svíþjóð, heimalandi Ulvaeus, þar sem þúsundir kvenna úr ýmsum starfstéttum, þar á meðal tónlistarheiminum, hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér á landi hafa konur einnig stigið fram. Frásagnir stjórnmálakvenna, kvenna innan sviðslista og kvikmyndaiðnaðar hafa til að mynda verið áberandi. Þá hafa konur í vísindum einnig birt sögur af áreitni og eru samtöl milli kvenna úr ýmsum öðrum stéttum einnig að eiga sér stað. Björn Ulvaeus var sem fyrr segir hluti af hljómsveitinn ABBA sem naut gríðarlega vinsælda um heim allan á áttunda áratug síðustu aldar. Hér fyrir neðan má heyra eitt frægasta lag þeirra.
MeToo Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Um tvö þúsund konur í sænska tónlistarheiminum greina frá kynferðisbrotum gegn sér Söngkonurnar sögðu frá reynslu sinni í grein í Dagens Nyheter í morgun. 17. nóvember 2017 13:29
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45