Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2017 11:00 Þeir feðgar Bolli og Ófeigur segjast finna verulegan mun á verslun þegar lokanir ganga í gegn. Nú á að loka á kvöldin og nóttunni sem vekur töluverða furðu meðal verslunarmanna á Skólavörðustíg. Vísir/Eyþór Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28