Hornfirðingar smíða gítara sem eru engum öðrum líkir Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2017 21:15 Gítarar með snertiskjám og led-ljósum eru meðal þess sem hornfirskir áhugamenn um hljóðfærasmíði hafa þróað. Svo mikil er gróskan að Hornfirðingar hafa stofnað til tónlistarhátíðar óvenjulegra hljóðfæra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land land” í kvöld. Gamla Kaupfélagshúsið á Höfn er nú smiðja skapandi greina þar sem frumkvöðlum býðst aðstaða til að láta ólíkar hugmyndir verða að veruleika. Tónlistarmenn byrjuðu á því að nýta yfirborðsfræsara til að skera út einföld hljóðfæri í tré en fóru svo að bæta við flóknari hlutum, eins og rafrásum. Og nú hefur þetta þróast upp í smíði frumlegra tæknihljóðfæra. Í viðtalinu sýnir Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhúss og FabLab-smiðju Hornafjarðar, nokkur dæmi um hátæknigítara. Þar má sjá gítar með ljósnæmum skynjurum í hálsinum, þar sem gítarleikarinn getur breytt hljóðunum einfaldlega með því að veifa höndunum yfir skynjurunum. Annar gítar er með snertiskjá sem gítarleikarinn getur snert og breytt þannig hljóðum. Sá þriðji er með led-ljósum sem breytast í samræmi við tóna gítarsins. Vilhjálmur Magnússon við hljóðfærið vírdós sem tónlistarhátíðin dregur nafn sitt af.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hljóðfærasmiðirnir eru á öllum aldri, sá yngsti innan við tvítugt og sá elsti um sextugt. Saman héldu þeir á Höfn í ágústlok í sumar tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra, sem fékk nafnið Vírdós, eftir vírdós sem sést í fréttinni. Vilhjálmur kveðst sannfærður um hátíðin verði hér eftir árlegur viðburður. Fjallað var um mannlíf á Hornafirði í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Gítarar með snertiskjám og led-ljósum eru meðal þess sem hornfirskir áhugamenn um hljóðfærasmíði hafa þróað. Svo mikil er gróskan að Hornfirðingar hafa stofnað til tónlistarhátíðar óvenjulegra hljóðfæra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land land” í kvöld. Gamla Kaupfélagshúsið á Höfn er nú smiðja skapandi greina þar sem frumkvöðlum býðst aðstaða til að láta ólíkar hugmyndir verða að veruleika. Tónlistarmenn byrjuðu á því að nýta yfirborðsfræsara til að skera út einföld hljóðfæri í tré en fóru svo að bæta við flóknari hlutum, eins og rafrásum. Og nú hefur þetta þróast upp í smíði frumlegra tæknihljóðfæra. Í viðtalinu sýnir Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhúss og FabLab-smiðju Hornafjarðar, nokkur dæmi um hátæknigítara. Þar má sjá gítar með ljósnæmum skynjurum í hálsinum, þar sem gítarleikarinn getur breytt hljóðunum einfaldlega með því að veifa höndunum yfir skynjurunum. Annar gítar er með snertiskjá sem gítarleikarinn getur snert og breytt þannig hljóðum. Sá þriðji er með led-ljósum sem breytast í samræmi við tóna gítarsins. Vilhjálmur Magnússon við hljóðfærið vírdós sem tónlistarhátíðin dregur nafn sitt af.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hljóðfærasmiðirnir eru á öllum aldri, sá yngsti innan við tvítugt og sá elsti um sextugt. Saman héldu þeir á Höfn í ágústlok í sumar tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra, sem fékk nafnið Vírdós, eftir vírdós sem sést í fréttinni. Vilhjálmur kveðst sannfærður um hátíðin verði hér eftir árlegur viðburður. Fjallað var um mannlíf á Hornafirði í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira