Koma í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í Norður-Íshafi Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 07:46 Hafísþekjan á norðurskautinu hefur verið að skreppa saman vegna hnattrænnar hlýnunar. Þar gæti möguleikinn á fiskveiðum opnast í framtíðinni. Vísir/EPA Markmið samkomulags um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi sem náðst hefur á milli hóps ríkja, þar á meðal Íslands, er að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar þar þegar ís heldur áfram að hopa og möguleiki á veiðum skapast. Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea og Evrópusamband eiga aðild að samkomulaginu um drög að samningi sem náðist á fundi í Washington-borg í lok nóvember. Það varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi, að því er segir í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Hafís í Norður-Íshafi hefur skroppið saman síðustu áratugina af völdum hnattrænnar hlýnunar. Fyrirséð er að sú þróun haldi áfram á þessari öld. Þó að ekki sé búist við að mögulegt verði að stunda fiskveiðar þar á allra næstu árum ákváðu aðilar samkomulagsins að stofna til samnings strax til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar. Samningurinn nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf og ákvarðanatöku um að koma á fót fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af samkomulaginu kemur fram að hafsvæðið sem það nær til er um það bil á stærð við Miðjarðarhafið, um 2,8 milljón ferkílómetrar. Samkomulagið eigi að gilda í sextán ár á meðan lífríki hafsins er rannsakað. Utanríkisráðuneytið segir að með aðild Íslands að samningnum muni aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði verða tryggð. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Markmið samkomulags um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi sem náðst hefur á milli hóps ríkja, þar á meðal Íslands, er að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar þar þegar ís heldur áfram að hopa og möguleiki á veiðum skapast. Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea og Evrópusamband eiga aðild að samkomulaginu um drög að samningi sem náðist á fundi í Washington-borg í lok nóvember. Það varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi, að því er segir í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Hafís í Norður-Íshafi hefur skroppið saman síðustu áratugina af völdum hnattrænnar hlýnunar. Fyrirséð er að sú þróun haldi áfram á þessari öld. Þó að ekki sé búist við að mögulegt verði að stunda fiskveiðar þar á allra næstu árum ákváðu aðilar samkomulagsins að stofna til samnings strax til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar. Samningurinn nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf og ákvarðanatöku um að koma á fót fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af samkomulaginu kemur fram að hafsvæðið sem það nær til er um það bil á stærð við Miðjarðarhafið, um 2,8 milljón ferkílómetrar. Samkomulagið eigi að gilda í sextán ár á meðan lífríki hafsins er rannsakað. Utanríkisráðuneytið segir að með aðild Íslands að samningnum muni aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði verða tryggð.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24