Bara það besta er nógu gott A. Smith kynnir 19. desember 2017 15:00 Bára Magnúsdóttir (t.v). er verkstjóri hjá þvottahúsinu A. Smith. Björn Þór Heiðdal er í forsvari fyrir þvottahúsið sem varð 70 ára í fyrra. MYND/ERNIR Fjölskyldufyrirtækið A. Smith er elsta starfandi þvottahús landsins og þjónar fjölbreyttum hópi viðskiptavina, allt frá rónum upp í ráðherra eins og Björn Þór Heiðdal, sem er í forsvari fyrir þvottahúsið, orðar það. Rætur fyrirtækisins liggja í þvotti á skyrtum, dúkum og sængurfötum fyrir bæði einstaklinga og hótel en þar fæst einnig gott úrval af mjög vönduðum rúmfatnaði og dúkum frá Ítalíu, Króatíu og Kína. „Ég vel aðeins það besta frá hverjum framleiðanda og lækka frekar álagninguna heldur en að kaupa inn ódýrari vöru.“Þvottahúsið A. Smith býður upp á úrval af mjög vönduðum rúmfatnaði og dúkum frá Ítalíu, Króatíu og Kína. MYND/ERNIROg gæðin eru svo sannarlega í fyrirrúmi hjá A. Smith. „Ég er orðinn mjög þreyttur á lélegum rúmfötum sem aðrir eru að selja hér á landi. Sjálfur er ég búinn að þvo milljón rúmföt í gegnum árin. Því miður eru margir sem sofa undir rúmfötum frá Rúmfatalagernum eða Lín Design og halda að ekkert betra sé til. Eftir að Verið og Fatabúðin hættu starfsemi hefur enginn sérhæft sig í vönduðum rúmfötum nema A. Smith. Reyndar er ég að selja vandaðri vöru en báðar þessar búðir gerðu.“ Hann segir A. Smith ekki kaupa næst ódýrasta rúmfataefnið frá Kína eða Pakistan, líma nokkur íslensk blóm á þau og leggja síðan 1.000% álagningu ofan á. „Við seljum rúmföt sem eru úr allra bestu og dýrustu satín- og damaskefnum sem til eru. Enda sofa viðskiptavinir okkar betur í gæðarúmfötum frá okkur.“ Það tekur svo sannarlega tíma og krefst um leið vandvirkni að strauja sparidúka.Áhersla á gæðiHann nefnir sem dæmi vönduðu lúxusrúmfötin frá ítalska fyrirtækinu Quagliotti. „Þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað fyrir 80 árum. Þau leggja mikla áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð og sjá t.d. bresku og norsku krúnunni fyrir dúkum og sængurfötum. Einnig selja þau til fjölmargra virkilega flottra hótela á borð við 101 Hotel í Reykjavík, Ritz í París, Armani Hotel í Mílanó, Caesars Palace í Las Vegas og The Mark Hotel í New York. Í gegnum árin hefur Quagliotti framleitt dúka og sængurföt sem seld hafa verið undir merkjum t.d. Gucci, Lacroix og Dior. Þegar aðeins það besta er nógu gott er því leitað til Quagliotti með rúmföt og dúka.“ Ítölsku rúmfötin kosta 13.900, 18.000, 22.900 og 33.700 kr. en einnig fást ódýrari 300-800 þráða rúmföt frá Kína á 6.900, 8.900 og 12.500 kr.Reynslumiklir starfsmenn A. Smith þvottahússins sauma íslenskt handverk eftir máli úr úrvals ítölskum damask- og satínefnum.Vandaðir dúkarEinnig er boðið upp á vandaða sparidúka frá franska fyrirtækinu Le Jacquard Francais og frá Króatíu. „Í tilefni jólanna létum við framleiða sérstaklega fyrir okkur jólasveinadiskaþurrkur í tveimur litum, rauðar og grænar. Allir sem kaupa sængurföt eða dúka fá eina í jólagjöf frá okkur.“ Ásamt innflutningi á tilbúnum sængurfötum flytur þvottahúsið einnig inn hágæða damask- og satínefni frá Ítalíu. „Um er að ræða sex og sjö hundruð þráða damask- og satínefni úr langþráða egypskri bómull og bómull frá Perú. Fyrir tíu árum kynntist ég saumakonu sem saumaði mikið fyrir Fatabúðina. Hún er sérstaklega vandvirk og liðleg með sérpantanir og getur saumað allar stærðir og lök líka.“ Einnig er boðið upp á leigu á dúkum fyrir veislur og ráðstefnur. „Við erum með mesta úrvalið þegar kemur að stærðum og gerðum dúka. Einnig held ég að við séum líka ódýrust en bjóðum samt upp á nýja dúka sem eru sérframleiddir fyrir okkur í Króatíu.“Allir ættu að finna rúmföt við sitt hæfi hjá A. Smith, bæði einstaklingar og fyrirtæki.Tryggir viðskiptavinirViðskiptavinir þvottahússins eru tryggir að sögn Björns Þórs. „Það má segja að við séum í raun ódýr heimilishjálp enda koma margir með skyrtur, dúka og rúmfötin sín í hreinsun til okkar. Við höfum meira að segja tekið á móti þriðju kynslóð úr sömu fjölskyldum sem kemur til okkar með rúmfötin í hreinsun.“ Það var afi Björns Þórs sem stofnaði þvottahúsið árið 1946 sem varð því 70 ára á síðasta ári. „Afi stofnaði fyrirtækið og foreldrar mínir keyptu það af honum árið 1988 og ráku það saman þangað til pabbi lést árið 2001. Síðustu árin hef ég alfarið séð um daglegan rekstur en móðir mín sér um bókhaldið.“ Þvottahús A. Smith ehf. er á Bergstaðastræti 52 í Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.damask.is. Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Fjölskyldufyrirtækið A. Smith er elsta starfandi þvottahús landsins og þjónar fjölbreyttum hópi viðskiptavina, allt frá rónum upp í ráðherra eins og Björn Þór Heiðdal, sem er í forsvari fyrir þvottahúsið, orðar það. Rætur fyrirtækisins liggja í þvotti á skyrtum, dúkum og sængurfötum fyrir bæði einstaklinga og hótel en þar fæst einnig gott úrval af mjög vönduðum rúmfatnaði og dúkum frá Ítalíu, Króatíu og Kína. „Ég vel aðeins það besta frá hverjum framleiðanda og lækka frekar álagninguna heldur en að kaupa inn ódýrari vöru.“Þvottahúsið A. Smith býður upp á úrval af mjög vönduðum rúmfatnaði og dúkum frá Ítalíu, Króatíu og Kína. MYND/ERNIROg gæðin eru svo sannarlega í fyrirrúmi hjá A. Smith. „Ég er orðinn mjög þreyttur á lélegum rúmfötum sem aðrir eru að selja hér á landi. Sjálfur er ég búinn að þvo milljón rúmföt í gegnum árin. Því miður eru margir sem sofa undir rúmfötum frá Rúmfatalagernum eða Lín Design og halda að ekkert betra sé til. Eftir að Verið og Fatabúðin hættu starfsemi hefur enginn sérhæft sig í vönduðum rúmfötum nema A. Smith. Reyndar er ég að selja vandaðri vöru en báðar þessar búðir gerðu.“ Hann segir A. Smith ekki kaupa næst ódýrasta rúmfataefnið frá Kína eða Pakistan, líma nokkur íslensk blóm á þau og leggja síðan 1.000% álagningu ofan á. „Við seljum rúmföt sem eru úr allra bestu og dýrustu satín- og damaskefnum sem til eru. Enda sofa viðskiptavinir okkar betur í gæðarúmfötum frá okkur.“ Það tekur svo sannarlega tíma og krefst um leið vandvirkni að strauja sparidúka.Áhersla á gæðiHann nefnir sem dæmi vönduðu lúxusrúmfötin frá ítalska fyrirtækinu Quagliotti. „Þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað fyrir 80 árum. Þau leggja mikla áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð og sjá t.d. bresku og norsku krúnunni fyrir dúkum og sængurfötum. Einnig selja þau til fjölmargra virkilega flottra hótela á borð við 101 Hotel í Reykjavík, Ritz í París, Armani Hotel í Mílanó, Caesars Palace í Las Vegas og The Mark Hotel í New York. Í gegnum árin hefur Quagliotti framleitt dúka og sængurföt sem seld hafa verið undir merkjum t.d. Gucci, Lacroix og Dior. Þegar aðeins það besta er nógu gott er því leitað til Quagliotti með rúmföt og dúka.“ Ítölsku rúmfötin kosta 13.900, 18.000, 22.900 og 33.700 kr. en einnig fást ódýrari 300-800 þráða rúmföt frá Kína á 6.900, 8.900 og 12.500 kr.Reynslumiklir starfsmenn A. Smith þvottahússins sauma íslenskt handverk eftir máli úr úrvals ítölskum damask- og satínefnum.Vandaðir dúkarEinnig er boðið upp á vandaða sparidúka frá franska fyrirtækinu Le Jacquard Francais og frá Króatíu. „Í tilefni jólanna létum við framleiða sérstaklega fyrir okkur jólasveinadiskaþurrkur í tveimur litum, rauðar og grænar. Allir sem kaupa sængurföt eða dúka fá eina í jólagjöf frá okkur.“ Ásamt innflutningi á tilbúnum sængurfötum flytur þvottahúsið einnig inn hágæða damask- og satínefni frá Ítalíu. „Um er að ræða sex og sjö hundruð þráða damask- og satínefni úr langþráða egypskri bómull og bómull frá Perú. Fyrir tíu árum kynntist ég saumakonu sem saumaði mikið fyrir Fatabúðina. Hún er sérstaklega vandvirk og liðleg með sérpantanir og getur saumað allar stærðir og lök líka.“ Einnig er boðið upp á leigu á dúkum fyrir veislur og ráðstefnur. „Við erum með mesta úrvalið þegar kemur að stærðum og gerðum dúka. Einnig held ég að við séum líka ódýrust en bjóðum samt upp á nýja dúka sem eru sérframleiddir fyrir okkur í Króatíu.“Allir ættu að finna rúmföt við sitt hæfi hjá A. Smith, bæði einstaklingar og fyrirtæki.Tryggir viðskiptavinirViðskiptavinir þvottahússins eru tryggir að sögn Björns Þórs. „Það má segja að við séum í raun ódýr heimilishjálp enda koma margir með skyrtur, dúka og rúmfötin sín í hreinsun til okkar. Við höfum meira að segja tekið á móti þriðju kynslóð úr sömu fjölskyldum sem kemur til okkar með rúmfötin í hreinsun.“ Það var afi Björns Þórs sem stofnaði þvottahúsið árið 1946 sem varð því 70 ára á síðasta ári. „Afi stofnaði fyrirtækið og foreldrar mínir keyptu það af honum árið 1988 og ráku það saman þangað til pabbi lést árið 2001. Síðustu árin hef ég alfarið séð um daglegan rekstur en móðir mín sér um bókhaldið.“ Þvottahús A. Smith ehf. er á Bergstaðastræti 52 í Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.damask.is.
Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira