Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn.
Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur í 150 löndum vítt og breitt um heiminn og orsakaði veiran milljarða dollara tjóni.
Það var aðstoðarmaður Trump forseta, Thomas Bossert, sem sakaði Norðurkóreumenn um þetta í viðtali við Wall Street Journal en fram að þessu hafa Bandaríkin ekki kennt neinu einu ríki um að hafa sett veiruna af stað.
Bresk stjórnvöld lýstu því yfir í síðasta mánuði að það væri „svo gott sem ljóst“ að Norður-Kóreumenn bæru ábyrgð á árásinni.
Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry
Atli Ísleifsson skrifar
