Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2017 11:03 Mikil röskun hefur orðið á flugáætlun Icelandair í dag og í gær. vísir/vilhelm Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs.Á upplýsingasíðu Icelandair vegna verkfallsins má sjá að búið er að aflýsa öllum ferðum félagsins til Bandaríkjanna, að undanskildum ferðum Icelandair til Orlando og JFK-flugvallar í New York. Flugi Icelandair til og frá Chicago, Minneapolis, Washington, Newark-flugvallar í New York, Seattle, Denver, Portland, Boston í Bandaríkjunum og Edmonton og Toronto í Kanada, sem voru á flugáætlun síðdegis hefur verið aflýst. Þá var flugferðum Icelandair í morgun til og Charles de Gaulle-flugvallar í París aflýst sem og ferðum félagsins til og frá Tegel-flugvelli í Berlin, Gatwick-flugvelli í London, Osló, Amsterdam, Glasgow og Birmingham. Alls er því um að ræða 35 flugferðir sem aflýst hefur verið í dag vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan sex í gærmorgun. Verkfallið hafði einnig töluverð áhrif á flugferðir Icelandair í gær og voru fjölmargir farþegar strandaglópar á Keflavíkurflugvelli. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum og í gær var álagið svo mikið að símkerfi flugfélagsins lá niðri. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugfloti félagsins teldi 30 vélar. Eru vélarnar skoðaðar eftir hvert flug og þegar eitthvað kemur upp á sem þarfnast yfirferðar flugvirkja eru vélarnar sem um ræðir settar til hliðar og teknar úr notkun, enda flugvirkjar Icelandair ekki að störfum. Fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið um fjögurleytið í nótt án þess að nokkur niðurstaða fengist. Annar fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og mun verkfall flugvirkja því halda áfram. Vonir standa þó til að deiluaðilar hittist á fundi í dag til þess að halda viðræðunum áfram.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. 17. desember 2017 19:00
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57