Jólafréttir Magnús Guðmundsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Innan um fallegar fréttir af piparkökubakstri, jólasveinum og alls konar jólalegum skemmtilegheitum leynast aðrar fréttir miður skemmtilegar og uppörvandi en engu að síður líka árstíðabundnar. Fréttir sem minna okkur á að fjöldi fólks á erfitt með að njóta hátíðarinnar, og í raun lífsins frá degi til dags, þó svo hér eigi að heita bullandi velsæld. Slík herlegheit eru nefnilega ekki öllum ætluð. Þetta eru fréttir á borð við þær að yfir sjötíu fjölskyldur á Suðurnesjum þáðu matar- og jólagjafir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar til þess að komast nær því að halda gleðileg jól þrátt fyrir augljósa fátækt. Önnur frétt segir frá því að hælisleitendur fá ekki lengur jólauppbót vegna nýrrar reglugerðar um útlendinga. Þess í stað fá hælisleitendur það sama og venjulega eða átta þúsund krónur fyrir fullorðna og fimm þúsund fyrir börn á viku í fæðispening. Þetta eru svo smánarlegar upphæðir að maður eiginlega hálf skammast sín fyrir að setja þetta á prent. Og talandi um skömm þá rifjast fljótt upp fréttin þar sem Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, greindi frá því að þangað leiti fólk sem hefur 80.000 krónur í heildartekjur og ekki krónu meir. Þessar þrjár fréttir, sem er að finna á jafn mörgum miðlum, eru auðvitað bara dropi í hafsjó frétta af fátækt og skorti á Íslandi. Frétta þar sem er talað við þá sem rétta hjálparhönd en þeir sem þurfa á henni að halda geta ekki komið fram vegna fordóma samfélags sem vegur og metur fólk eftir því hvað það á og hversu mikið það græðir, fremur en raunverulegu manngildi og verðleikum. En auðvitað eiga hinir fátæku ekkert að þurfa að koma fram eins og til staðfestingar á tilveru sinni og bágri stöðu. Staðreyndin er að fátækt er veruleiki sem flest okkar geta staðið frammi fyrir í kjölfar óviðráðanlegra atburða á borð við slys, veikindi, atvinnumissi og margt fleira. Stjórnmálamönnum og samfélaginu er auðvitað fullkunnugt um þennan veruleika fátæktarinnar enda koma þessar fréttir reglulega þó svo þeim fjölgi óneitanlega í desember þegar neyslan er í öndvegi sem aldrei fyrr. Þetta er því ekkert endilega eitthvað sem kallar á fleiri úttektir og meiri skýrslugerð eins og ný ríkisstjórn boðar. Hins vegar væri forvitnilegt að sjá þessa ríkisstjórn skoða og ræða hvað liggur að baki fátæktinni. Kanna hvað veldur því að samfélag í bullandi velferð býr svo illa að fjölda fólks að það lifir bókstaflega langt undir fátæktarmörkum. Hingað til virðast allar ríkisstjórnir til þessa vera sannfærðar um að efnahagslegur stöðugleiki sé að veði þegar kemur að hinum verst settu, en samkeppnishæfni þjóðarinnar sé undir þegar kemur að því að hlaða undir þá sem mest hafa. Ef nýja ríkisstjórnin ætlar að viðhalda þessari gegndarlausu misskiptingu bæði í orði og á borði er hætt við að lítið breytist til batnaðar. Að fátækir muni áfram ekki þekkja annan stöðugleika en fátæktargildruna sem það situr kirfilega fast í allan ársins hring – líka á jólunum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Innan um fallegar fréttir af piparkökubakstri, jólasveinum og alls konar jólalegum skemmtilegheitum leynast aðrar fréttir miður skemmtilegar og uppörvandi en engu að síður líka árstíðabundnar. Fréttir sem minna okkur á að fjöldi fólks á erfitt með að njóta hátíðarinnar, og í raun lífsins frá degi til dags, þó svo hér eigi að heita bullandi velsæld. Slík herlegheit eru nefnilega ekki öllum ætluð. Þetta eru fréttir á borð við þær að yfir sjötíu fjölskyldur á Suðurnesjum þáðu matar- og jólagjafir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar til þess að komast nær því að halda gleðileg jól þrátt fyrir augljósa fátækt. Önnur frétt segir frá því að hælisleitendur fá ekki lengur jólauppbót vegna nýrrar reglugerðar um útlendinga. Þess í stað fá hælisleitendur það sama og venjulega eða átta þúsund krónur fyrir fullorðna og fimm þúsund fyrir börn á viku í fæðispening. Þetta eru svo smánarlegar upphæðir að maður eiginlega hálf skammast sín fyrir að setja þetta á prent. Og talandi um skömm þá rifjast fljótt upp fréttin þar sem Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, greindi frá því að þangað leiti fólk sem hefur 80.000 krónur í heildartekjur og ekki krónu meir. Þessar þrjár fréttir, sem er að finna á jafn mörgum miðlum, eru auðvitað bara dropi í hafsjó frétta af fátækt og skorti á Íslandi. Frétta þar sem er talað við þá sem rétta hjálparhönd en þeir sem þurfa á henni að halda geta ekki komið fram vegna fordóma samfélags sem vegur og metur fólk eftir því hvað það á og hversu mikið það græðir, fremur en raunverulegu manngildi og verðleikum. En auðvitað eiga hinir fátæku ekkert að þurfa að koma fram eins og til staðfestingar á tilveru sinni og bágri stöðu. Staðreyndin er að fátækt er veruleiki sem flest okkar geta staðið frammi fyrir í kjölfar óviðráðanlegra atburða á borð við slys, veikindi, atvinnumissi og margt fleira. Stjórnmálamönnum og samfélaginu er auðvitað fullkunnugt um þennan veruleika fátæktarinnar enda koma þessar fréttir reglulega þó svo þeim fjölgi óneitanlega í desember þegar neyslan er í öndvegi sem aldrei fyrr. Þetta er því ekkert endilega eitthvað sem kallar á fleiri úttektir og meiri skýrslugerð eins og ný ríkisstjórn boðar. Hins vegar væri forvitnilegt að sjá þessa ríkisstjórn skoða og ræða hvað liggur að baki fátæktinni. Kanna hvað veldur því að samfélag í bullandi velferð býr svo illa að fjölda fólks að það lifir bókstaflega langt undir fátæktarmörkum. Hingað til virðast allar ríkisstjórnir til þessa vera sannfærðar um að efnahagslegur stöðugleiki sé að veði þegar kemur að hinum verst settu, en samkeppnishæfni þjóðarinnar sé undir þegar kemur að því að hlaða undir þá sem mest hafa. Ef nýja ríkisstjórnin ætlar að viðhalda þessari gegndarlausu misskiptingu bæði í orði og á borði er hætt við að lítið breytist til batnaðar. Að fátækir muni áfram ekki þekkja annan stöðugleika en fátæktargildruna sem það situr kirfilega fast í allan ársins hring – líka á jólunum.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. desember.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun